Vertu memm

Freisting

Hækka verðið í takt við hækkun birgja

Birting:

þann

 
Loftmynd af Ísafirði

Margir fastakúnnar veitingastaðarins Thai Koon á Ísafirði ráku upp stór augu nú um helgina þegar þeir sáu að verð á réttum hafði hækkað um 25%.

Þannig kostar miðstór skammtur, sem áður var á 710 kr. nú 890 kr. Að sögn Shirans Þórissonar, eins eigenda Thai Koon kemur verðhækkunin til vegna hækkana birgja á hráefni. „Við ráðum ekkert við það þegar hráefnið hækkar svona, og við þurftum bara að taka verðið til gagngerrar endurskoðunar. Við finnum vissulega fyrir viðbrögðum viðskiptavina við hækkuninni, en við höfum í staðinn reynt að bæta þjónustuna.“ Shiran bendir á að svipaðir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu, s.s. Nings og Shalimar selji aðalrétti á 1100 til 1500 krónur. „Þetta eru austurlenskir staðir báðir tveir, með svipaða þjónustu og við bjóðum upp á.“

Thai Koon var opnað árið 2002 og var þá í eigu Grétars Helgasonar og konu hans, Eddu Ban Gon Khiansantia. Fyrir ári síðan keyptu forsvarsmenn veitingastaðarins Fernando’s veitingastaðinn. Verð hefur ekki hækkað á veitingastaðnum síðan hann var opnaður fyrir fimm árum síðan. Í mars lækkaði verðið hinsvegar, þegar virðisaukaskattur á matvöru var lækkaður.

Greint frá á Vestfirska vefnum Bb.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið