Uncategorized
Gyllta Glasið 2007
Á Uppskeruhátíðinni var einnig tilkynnt um vínin sem fengu í ár Gyllta Glasið eftirsótta – 5 hvítvín og 5 rauðvín af 45 sem kepptu. Vínin áttu að vera frá Evrópu og í verðflokki á milli 1490 kr og 2490 kr – en munaði stundum ekki nema 1 stig á milli vína. Hér er listinn þeirra vína sem fengu þessa viðurkenningu, og útskýringarnar.
„Þetta er þriðja árið sem Vínþjónasamtökin veita viðurkenninguna um Gyllta Glasið og tilgangur með því er að vekja athygli á 10 vínum sem standa uppúr, 5 hvít og 5 rauð án þess að flokka þau nánar innbyrðis.
Fyrsta árið (2005) vorum við með góða gesti sem mynduðu dómnenfnd, bestu vínþjónir allra Norðurlanda voru nefnilega staddir á landinu til að keppa um Besta Vínþjón Norðurlanda. Þetta var annað árið sem Ísland skipulagði þá keppni.
Í ár var valinn flokkur vína frá Evrópu, á verðbilinu 1490 til 2490 kr og 45 vín skiluðu sér í keppnina. Vínþjónasamtökin svo og fulltrúar þeirra birgja sem óskuðu þess mynduðu dómnefndina þar sem 15 manns sátu og smökkuðu blint fyrir viku síðan. Eins og fyrr var mjótt á munum og í sumum tilfellum munaði bara einu stigi á milli vína. Spænsk vín voru áberandi núna en eitt var enn meira áberandi: dómararnir voru að mjög miklu leyti sammála um gæði vínanna. Parker skalinn svokallaði (frá 50 í 100) var notaður, og meðaleinkunn hjá flestum var á bilinu 83 til 85, og allir nema 2 fóru yfir 90 stig. Einkunnir og meðaleinkunnir verða ekki opinberaðar þar sem öll þessi vín eru jöfn meðal jafningja í 5 efstu sæti.
En eftirfarandi vín fá Gyllta Glasið árið 2007:
Hvítvín:
Brundlmayer Gruner Veltliner 06 frá Austurríki (umboðsmaður : RJC)
Dopff Moulin Pinot Gris 05 frá Alsace, Frakklandi (Umboðsmaður : Mekka)
Drouhin Pouilly Fuissé 06 frá Bourgogne, Frakklandi (umboðsmaður : Bakkus)
Francois dAllaines Saint Romain 04 frá Bourgogne, Frakklandi (umboðsmaður : Vínekran)
Lalande Pouilly Fuissé 04, frá Bourgogne, Frakklandi (umboðsmaður : Perlukaup)
Rauðvín:
Baron Ley Finca Monasterio 04, frá Rioja, Spáni ( Umboðsmaður : Glóbus)
Baron de ley Reserva 01 frá Rioja, Spáni (Umboðsmaður : Glóbus)
Château Barbe Blanche 04, frá Bordeaux (Lussac St Emilion), Frakklandi (Umboðsmaður : RJC)
Marquese Antinori Chianti Classico 03, frá Ítalíu (Umboðsmaður : Glóbus)
Tomassi Ripasso 04, frá Valpolicella, Ítalíu (Mekka) sem vel að merkja fær Gyllta Glasið annað árið í röð.
Þessi keppni, er liður í fjáröflun sem Vínþjónasamtökin þurfa að standa að til að geta sent fulltrúa í keppni erlendis og viljum við þakka sérstaklega fyrir þátttöku allra vínbirgja, og fyrir þeirra skilningi á málefninu. Elísabet Alba Valdimarsdóttir, vínþjónn á Hilton Reykjavík Nordica hefur keppt undanfarið fyrir Íslands hönd, síðast á Heimstaramót Vínþjóna sem var haldin í Rhodos í maí s.l. Hún fer til Helsinki eftir viku til að halda nafni Íslands á lofti í Norðurlandamótinu.
Við viljum þakka Hilton Reykjavík Nordica, sem hefur hjálpað okkur með eindæmum til að framkvæma þessa keppni, og stjórnarmeðliminn okkar Ólaf Örn sérstaklega.
Við óskum ykkur til hamingju með Gyllta Glasið og þökkum frábæru samstarfi.“
Þetta sagði forseti Samtakanna, Þorleifur Sigurbjörnsson við afhendinguna.
[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan