Freisting
Gylliðboð með tölvupósti
Lögreglan á Akureyri vill koma því á framfæri að undanfarið hefur borið á því að erlendir aðilar hafi haft samband við veitingahús með tölvupósti. Tilgangurinn er sá að panta borð og veitingar og boðin er fyrirframgreiðsla með kreditkorti.
Þarna virðist vera á ferðinni tilraun til þess að svíkja fé út úr veitingastöðum þar sem veitingahúsið er beðið að skuldfæra all háa upphæð af kreditkorti og leggja síðan hluta upphæðarinnar inn á annan reikning þegar búið er að draga fyrirframgreiðsluna frá.
Með þessu geta veitingahúsin bakað sér refsiábyrgð ef þau láta glepjast því þarna virðast vera á ferðinni tilraun til fjársvika og trúlega er verið að nota stolin kreditkort. Ber því að vara fólk við að svara erindum sem þessum.
Tölvupóstur sem þessi hefur aðallega borist frá Bretlandi.
[email protected]

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella