Freisting
GV heildverslun festir kaup á Snæfiski
GV heildverslun, dótturfyrirtæki Jóhanns Ólafssonar & Co, hefur keypt allt hlutafé í Snæfiski hf af hjónunum Ingigerði Eggertsdóttur og Jóni Ólafssyni.
Samfara kaupunum þá mun fara fram áreiðanleikakönnun og ef að hún leiðir ekkert sérstakt í ljós þá munu eigendaskiptin eiga sér stað 5. apríl n.k.
Rekstur Snæfisks mun verða með óbreyttu sniði þrátt fyrir eigendaskiptin og mun Jón Ólafsson halda áfram að leiða það brautryðjandastarf sem að þar hefur verið í gangi á undaförnum árum.
Snæfiskur hf var stofnaður árið 1992 og selur mest megnis frystar sjávarafurðir bæði innfluttar og íslenskar.
Vörutegundir eru yfir 250 talsins og og viðskiptamenn Snæfisks eru verslanir, veitingahús, veiðihús, hótel og mötuneyti.
Við viljum nota þetta tækifæri og bjóða núverandi svo og nýja viðskiptavini velkomna til farsæls samstarfs um ókomna framtíð þar sem
kjörorð okkar er: gæði, þjónusta, verð.
Sigurður H. Ingimarsson,
framkvæmdastjóri.
Fréttatilkynning
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka