Freisting
GV heildverslun festir kaup á Snæfiski
GV heildverslun, dótturfyrirtæki Jóhanns Ólafssonar & Co, hefur keypt allt hlutafé í Snæfiski hf af hjónunum Ingigerði Eggertsdóttur og Jóni Ólafssyni.
Samfara kaupunum þá mun fara fram áreiðanleikakönnun og ef að hún leiðir ekkert sérstakt í ljós þá munu eigendaskiptin eiga sér stað 5. apríl n.k.
Rekstur Snæfisks mun verða með óbreyttu sniði þrátt fyrir eigendaskiptin og mun Jón Ólafsson halda áfram að leiða það brautryðjandastarf sem að þar hefur verið í gangi á undaförnum árum.
Snæfiskur hf var stofnaður árið 1992 og selur mest megnis frystar sjávarafurðir bæði innfluttar og íslenskar.
Vörutegundir eru yfir 250 talsins og og viðskiptamenn Snæfisks eru verslanir, veitingahús, veiðihús, hótel og mötuneyti.
Við viljum nota þetta tækifæri og bjóða núverandi svo og nýja viðskiptavini velkomna til farsæls samstarfs um ókomna framtíð þar sem
kjörorð okkar er: gæði, þjónusta, verð.
Sigurður H. Ingimarsson,
framkvæmdastjóri.
Fréttatilkynning
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025