Vertu memm

Freisting

Gussi fann upp hangikjötssúpu

Birting:

þann

„Það er meira en ár síðan ég fékk þessa hugmynd,“ segir leikarinn Gunnar Jónsson, Gussi, um hugmyndina að hangikjötssúpunni sem Café Óliver býður upp á aðventunni.

Gussi starfar sem dyravörður á Óliver, en hann fékkhugmyndina að eigin sögn þar sem hann sat í næði og hugsaði.

„Þegar maður situr og hefur ekkert að gera þá koma stundum hugmyndir í hausinn á manni,“ segir hann.

„Ég viðraði hugmyndina við kokkinn sem var að vinna á Óliver í fyrra og honum leist vel á, en við komum því aldrei í verk að útfæra hugmyndina. Svo kom nýr kokkur í haust og ég gaukaði hugmyndinni að honum. Honum leist vel á og við þreifuðum okkur áfram.“

Hangkjötssúpan er lík hefðbundinni íslenskri kjötsúpu, en í staðinn fyrir súpukjöt er hangikjöt. Þá hefur ýmsu jólalegu meðlæti eins og rauðkáli og grænum baunum verið bætt við, en frá þessu er greint frá í 24 stundum í dag.

Þitt álit

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið