Vertu memm

Frétt

Gunnar Karl segir markaðsefni Titanicraft algjörlega á skjön við raunveruleikann

Birting:

þann

Gunnar Karl segir markaðsefni Titanicraft algjörlega á skjön við raunveruleikann

Skjáskot af heimasíðunni titanicraft.com þar sem birt er mynd af Michelin-kokkinum Gunnari Karli Gíslasyni ásamt áletruninni „Vottað af Michelin-stjörnu“, án vitundar eða samþykkis hans.

Á samfélagsmiðlum auglýsir Titanicraft nú vörur sínar með mynd af Michelin-kokkinum Gunnari Karli Gíslasyni og fullyrðingu um að þær séu „Vottaðar af Michelin-stjörnu“.

Það mátti skilja af auglýsingunni að Gunnar Karl væri í samstarfi við fyrirtækið eða hefði vottað vörurnar. Þegar Veitingageirinn.is hafði samband við hann kom í ljós að hann hafði ekki hugmynd um að ímynd hans væri notuð í markaðsskyni.

Gunnar Karl segir að þetta hafi komið honum í opna skjöldu og að hann kannist með engu móti við fyrirtækið eða starfsemi þess. Hann staðfestir að hann hafi þegar gert athugasemdir við birtinguna og tilkynnt málið til viðeigandi aðila.

„Er búinn að reporta þetta og kvarta yfir þessu.“

Segir Gunnar Karl í samtali við Veitingageirinn.is.

Við nánari skoðun á heimasíðunni titanicraft.com má sjá að hún er alfarið á íslensku, þó séu fjölmargir textar greinilega þýddir með þýðingarvél og bera skýr merki Google Translate. Undir „Hafðu samband“ kemur fram að viðskiptavinir geti sent fyrirspurnir vegna pöntunar á netfangið [email protected] Þar er jafnframt tekið fram að fyrirtækið heiti Titanicraft ehf. og sé með heimilisfang að Álhellu 5 í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum á ja.is er ekkert fyrirtæki með þessu nafni skráð á umræddu heimilisfangi.

Gunnar Karl segir markaðsefni Titanicraft algjörlega á skjön við raunveruleikann

Skjáskot af Facebook-síðu Titanicraft þar sem spurt er hvar megi kaupa vörurnar og fyrirtækið vísar á heimasíðuna titanicraft.com.

Facebook-síða Titanicraft var stofnuð fyrir aðeins þremur dögum og inniheldur mjög lítið efni. Þar má sjá samtal þar sem einn áhugasamur spyr hvar hægt sé að nálgast vörurnar og fær í kjölfarið svar frá Titanicraft sem vísar honum á heimasíðuna titanicraft.com.

Veitingageirinn.is mun fylgjast áfram með málinu og greina frá þróun þess eftir því sem hún skýrist.

Myndir: Skjáskot af heimasíðu og Facebook-síðu Titanicraft.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið