Vertu memm

Freisting

Guffi snýr aftur með glæsibrag

Birting:

þann


Guðvarður „Guffi“ Gíslason veitingamaður
Nafn veitingastaðarins Mmmmm samanstendur af upphafstöfum barnanna hans Guffa, María, Margrét, Máni, Mímir og Móses

Freisting.is kom við hjá Guffa oft kenndur við Apótekið, þó svo að margir þekki Guffa síðan í gamla daga frá Gaukur og Stöng, Jónatan Livingstone Máv, Loftleiðum, Götugrillinu á Akureyri og eflaust fleiri stöðum.

Mmmmm er hraðréttastaður á heilsulínunni, heimalöguð Boozt, bragðmiklar súpur dagsins, vefjur, kjöt og fiskur dagsins og svo auðvitað Sjávarréttasúpa Guffa sem að sögn er sú sama og boðið var uppá á Jónatan í denn.

Gengið er inn frá horni Frakkastígs og Laugavegar á mmmm en líka frá Laugaveginum sjálfum, virðast vera tveir staðir en eitt og sama eldhúsið í miðjunni.   Sá fyrri hugsaður sem hádegisverðarstaður en hinn meira fyrir kvöldverð.

Innréttingar, borð, ljós og tæki þekkja eflaust margir frá fyrri stöðum sem Guffi hefur rekið og má benda þeim sem unnið hafa með Guffa í gegnum árin að athuga myndir og sjá hvort ekki rifjist upp minningar tengdar þeim stöðum.

Þennan kalda haustdag sem ég leit við hjá Guffa var tómat og kjúklingabaunasúpa súpa dagsins, tær og tónn af koríander í lokin.  Hörkugrautur sem iljaði manni enda ekki vanþörf á!
Heimalagað pestó, ekki of þykkt smellpassaði með braðmiklu brauðinu, góð samsetning!

Stórir gluggar veitingastaðarins eru notaðir undir ræktun á basilikku sem síðan er notuð í td pestó og rétti dagsins, fín hugmynd og lífgar uppá.

Réttir dagsins má finna á krítartöflum á báðum stöðum og eins og sjá má á myndum þá er verðlagi stillt í hóf.  Hraði í afgreislu er númer 1 en til þessa að allt gangi snurðulasut fyrir sig þá er í þessu micro-eldhúsi ein Induction (span) hella og einn Turbo-Chef ofn sem reyndar er blanda af hita og örbylgju og að sögn algjör galdragræja, fiskur og kjúklingur kemur út eftir 2.30-3.30 mínútur djúsí og góður!

Get mælt með þessum!

Smellið hér til að skoða fleiri myndir frá heimsókninni.

Texti Matthías Þórarinsson
Myndir Matthías Þórarinsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið