Freisting
Guffi snýr aftur með glæsibrag

Guðvarður „Guffi“ Gíslason veitingamaður
Nafn veitingastaðarins Mmmmm samanstendur af upphafstöfum barnanna hans Guffa, María, Margrét, Máni, Mímir og Móses
Freisting.is kom við hjá Guffa oft kenndur við Apótekið, þó svo að margir þekki Guffa síðan í gamla daga frá Gaukur og Stöng, Jónatan Livingstone Máv, Loftleiðum, Götugrillinu á Akureyri og eflaust fleiri stöðum.
Mmmmm er hraðréttastaður á heilsulínunni, heimalöguð Boozt, bragðmiklar súpur dagsins, vefjur, kjöt og fiskur dagsins og svo auðvitað Sjávarréttasúpa Guffa sem að sögn er sú sama og boðið var uppá á Jónatan í denn.
Gengið er inn frá horni Frakkastígs og Laugavegar á mmmm en líka frá Laugaveginum sjálfum, virðast vera tveir staðir en eitt og sama eldhúsið í miðjunni. Sá fyrri hugsaður sem hádegisverðarstaður en hinn meira fyrir kvöldverð.
Innréttingar, borð, ljós og tæki þekkja eflaust margir frá fyrri stöðum sem Guffi hefur rekið og má benda þeim sem unnið hafa með Guffa í gegnum árin að athuga myndir og sjá hvort ekki rifjist upp minningar tengdar þeim stöðum.
Þennan kalda haustdag sem ég leit við hjá Guffa var tómat og kjúklingabaunasúpa súpa dagsins, tær og tónn af koríander í lokin. Hörkugrautur sem iljaði manni enda ekki vanþörf á!
Heimalagað pestó, ekki of þykkt smellpassaði með braðmiklu brauðinu, góð samsetning!
Stórir gluggar veitingastaðarins eru notaðir undir ræktun á basilikku sem síðan er notuð í td pestó og rétti dagsins, fín hugmynd og lífgar uppá.

Réttir dagsins má finna á krítartöflum á báðum stöðum og eins og sjá má á myndum þá er verðlagi stillt í hóf. Hraði í afgreislu er númer 1 en til þessa að allt gangi snurðulasut fyrir sig þá er í þessu micro-eldhúsi ein Induction (span) hella og einn Turbo-Chef ofn sem reyndar er blanda af hita og örbylgju og að sögn algjör galdragræja, fiskur og kjúklingur kemur út eftir 2.30-3.30 mínútur djúsí og góður!
Get mælt með þessum!
Smellið hér til að skoða fleiri myndir frá heimsókninni.
Texti Matthías Þórarinsson
Myndir Matthías Þórarinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





