Pistlar
Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir – Framboð til formanns MATVÍS
Ég hef unnið í faginu síðan 1995 og starfa nú sem forstöðumaður veitingasviðs hjá Center Hotels.
Trúnaðarstörf fyrir MATVÍS hafa átt stóran þátt í lífi mínu síðan snemma árs 2011, sem trúnaðarmaður á vinnustað. Árið 2013 bauð ég fram krafta mína í félaginu og hef setið í stjórn MATVIS síðan þá. Seint á árinu 2013 var ég kosin inn í stjórn lífeyrissjóð okkar Stafa ( nú Birtu ), og sit þar nú sem varamaður. Árið 2014 stóðst ég próf hjá FME fyrir stjórnarmenn lífeyrissjóða. Í kjölfarið á því fór ég í HR í bókhald og rekstur til að kynna mér betur rekstur fyrirtækja og lauk þar nokkrum námskeiðum.
Ég hef tekið virkan þátt í hinum ýmsu verkefnum sem á borð okkar í MATVÍS hafa komið og tekið þátt í ráðstefnum og kynningum á vegum Nordisk Union er varða kjör og starfsumhverfi okkar.
Mitt helsta hjartansmál kom á borð til okkar fyrir um einu og hálfu ári síðan, en það var „Endurskoðun á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald“ sem við lögðum mikla vinnu í árið 2016. Í þeirri vinnu kom í ljós að tengingu vantar á milli laga um „veitinga, gisti og skemmtanahald“ og „iðnarlaga“. Sem þýðir að ekki er gerð krafa um faglært fólk á veitingastöðum. Sem er mjög miður og alltof lítil umræða er um. Ég lagði mikið í að koma því á að þetta yrði leiðrétt við endurskoðun þessara laga, en allt kom fyrir ekki og aðrar raddir voru sterkari.
Þó svo að krafan sé ekki gerð ( sem ætti að vera ) þá eru veitingamenn samt sem áður í auknu mæli að gera sér grein fyrir þvi hve mikilvægt er að hafa fagmenn, þó svo erfitt sé að fá þá.
Það er mér einnig mikið kappsmál að gjaldfella ekki menntun okkar, sem störfum í matvælagreinunum, en mikið hefur dunið á síðast liðin ár, með gífurlegum fjölda veitingastaða sem spretta upp, yfirboðum á launum og ýmiskonar fólki sem starfar á þessum stöðum sem margt hvert er komið á laun sem eru á pari við okkar kjarasamninga, þó svo að oft standi lítil eða enginn menntun þar að baki.
Þetta er erfitt að rétta við, en ég tel að það sem við getum gert, er í raun að skapa umræðu um málið út á við, efla félagið okkar enn meira og ítreka fagmennskuna á öllum okkar sviðum.
Kjarasamningar okkar eiga að vera nær greiddum launum, því að þeir eru það eina sem við höfum í höndunum þegar semja á við okkar vinnuveitendur. Það verkefni verður að taka á í næstu samningarlotu sem er rétt handan við hornið.
Þetta er að mínu mati eitt af því mikilvægasta sem MATVÍS á að leggja áherslu á að skoða, ásamt því að halda faggreinunum okkar áfram í fremstu röð eins og undanfarin ár með aukinni áherslu á hinar ýmsu keppnir hér á landi sem erlendis.
Nokkrir aðrir punkar um mig:
Ég bý með sambýlismanni mínum og 12 ára dóttur okkar í Kópavogi, en kem upphaflega frá Arnarstapa á Snæfellsnesi, þar sem foreldrar mínir ráku ferðaþjónustu og veitingahús. Ég er útskrifuð frá Hótel og matvælaskólanum sem sveinn 1998 og svo síðar meistari í framreiðslu.
Með von um góðan stuðning og að allir félagsmenn MATVIS noti atkvæðarétt sinn.
Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast