Vertu memm

Freisting

Grunur um mansal við Vesturgötuna

Birting:

þann


MATVÍS hefur haft mál tveggja af fimm kínverskum kokkum á veitingastaðnum The Great Wall til skoðunar en talið er að Kínverjarnir hafi ekki fengið greidd laun samkvæmt kjarasamningum.

MATVÍS, Matvæla- og veitingafélag Íslands, hefur tekið tvo Kínverja af fimm, sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu 6-8 í Reykjavík, undir sinn verndarvæng, útvegað þeim atvinnu og húsnæði en talið er að þeir hafi ekki fengið greitt samkvæmt kjarasamningum og verið látnir búa í risi fyrir ofan veitingastaðinn í trássi við reglur.

Grunur leikur á að mansal hafi tengst staðnum og hótanir verið notaðar til að þagga niður í fólki.

Níels S. Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir fimm kínverska matreiðslumenn í fyrra. Gögn um menntun hafi verið í samræmi við kröfur en síðan hafi heyrst að ekki hafi verið greitt samkvæmt samningum.

„Við fórum með túlki á staðinn og gerðum grein fyrir réttarstöðu fólks og létum þýða fyrir okkur launaseðla á kínversku til að sýna. Tveir af þeim sem þarna voru fóru þá að tala við okkur en annars þorði fólkið ekkert að segja. Við ræddum líka við eigendur og framkvæmdastjóra og gerðum þeim grein fyrir leikreglunum og sögðum að launin ættu að fara inn á banka en þeir þóttust hafa borgað fólkinu í peningum,“ segir hann.

Níels óttast að Kínverjarnir hafi komið til Íslands í gegnum mansal, þau hafi borgað fyrir að fá að koma til landsins og þurfi að borga tíund af launum sínum því annars sé „haft í hótunum við fólkið. Þau eiga fjölskyldur heima í Kína og þora varla að hreyfa sig af ótta við að eitthvað komi fyrir,“ segir Níels og telur hugsanlegt að fyrirtækið, eða milligöngumaður, fái allt upp í 10 milljónir fyrir kokkana fimm auk fastagjalds af launum þeirra.

Yngvi Helgason er nýtekinn við framkvæmdastjórastarfi á The Great Wall en móðir hans, Helga Halldórsdóttir, keypti nýverið hlut í staðnum. Yngvi segir að tveir Kínverjar sem hafi rekið staðinn áður hafi farið af landi brott eftir að móðir hans keypti. Þau viti ekkert um fyrri mál staðarins.

Níels segir að Matvís hafi samið við fyrri stjórnendur um að greiða 50-100 þúsund krónur á mánuði á hvorn mann og setjast svo yfir málið í apríl. Vinnumálastofnun og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa fylgst með málinu. Útlendingadeild lögreglunnar fékk vitneskju um mál Kínverjanna í haust en ekki gögn um meint mansal fyrr en í vikunni enda er grunur um það nýkominn upp.

Frá þessi er greint frá í Fréttablaðinu

Mynd: Freisting.is | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið