Freisting
Gripið og Greitt, opnar

Í gær opnaði birgðaverslunin Gripið og Greitt (Cash and Carry) að Brúarvogi 3 en þar er til húsa nýtt vöruhús Dreifingar. Að sjálfsögðu mætti Freisting.is á svæðið til að taka dæmið út og ekki varð maður fyrir vonbrigðum.
Staðurinn er bjartur rúmgóður og ágætt úrval vara, einnig er aðkoma til fyrirmyndar, sagði mér innanbúðarmaður að hugmyndin væri að vera líka með vörur sem eru ekki seldar annarstaðar og benti mér á flottar andarbringur sem þeir létu reykja fyrir sig og eru seldar 2 í pakka sem dæmi, annað er gravy í líters dósum frá Campell í nokkrum tegundum, einnig Bearnaisesósan frá Kjötbankanum.
Þessi verslun er kærkominn viðbót á markaðinn og setur vonandi á stað samkeppni í þessari tegund verslana þar sem ekki er lengur bara 1 aðili í boði.
Við Freistingarmenn óskum þeim til hamingju með verslunina og verður gaman að fylgjast með ýmsu sem þeir eru með á prjónunum en ekki tímabært að setja í loftið núna.
Smellið hér til að skoða nokkra ramma sem skotnir voru af Matta myndara.
> Formlega opnanir / Cash and Carry
Mynd: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





