Markaðurinn
Gríðarlega gott grænkeranasl
Heildsalan Bamberg kynnir nýja vöru frá Endori: Vegan kjúklingastangir með chili-ostablöndu!
Það er kannski óþarfi að taka fram að þessi nýjung frá Endori inniheldur hvorki kjúkling né ost, heldur eru þessar stangir 100% vegan og án soja.
Líkt og aðrar vörur frá Endori er meginuppistaðan unnin úr garðertupróteini og fylgir allt framleiðsluferlið ítrustu vistvæniskröfum.
Brauðraspshjúpaðar „kjúklinga“-stangirnar eru ákaflega einfaldar í eldun, en það tekur aðeins 4-5 mínútur ef þær eru steiktar á pönnu eða hitaðar í air fryer, og aðeins um 7 mínútur í 180° C heitum bakaraofni.
Hér er á ferð afar þægilegt nasl sem virkar vel með sósum og dýfum af ýmsu tagi, allt frá guacamole til tómatsósu, eða sem innihaldsefni í ýmis salöt og aðra rétt.
Kynntu þér vegan kjúklingastangirnar með chili-ostablöndu betur á heimasíðu Heildsölunnar Bamberg, www.bambergehf.is og víkkaðu sjóndeildarhringinn í vegan vörum.
Pantanir berist á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






