Markaðurinn
Gríðarlega gott grænkeranasl
Heildsalan Bamberg kynnir nýja vöru frá Endori: Vegan kjúklingastangir með chili-ostablöndu!
Það er kannski óþarfi að taka fram að þessi nýjung frá Endori inniheldur hvorki kjúkling né ost, heldur eru þessar stangir 100% vegan og án soja.
Líkt og aðrar vörur frá Endori er meginuppistaðan unnin úr garðertupróteini og fylgir allt framleiðsluferlið ítrustu vistvæniskröfum.
Brauðraspshjúpaðar „kjúklinga“-stangirnar eru ákaflega einfaldar í eldun, en það tekur aðeins 4-5 mínútur ef þær eru steiktar á pönnu eða hitaðar í air fryer, og aðeins um 7 mínútur í 180° C heitum bakaraofni.
Hér er á ferð afar þægilegt nasl sem virkar vel með sósum og dýfum af ýmsu tagi, allt frá guacamole til tómatsósu, eða sem innihaldsefni í ýmis salöt og aðra rétt.
Kynntu þér vegan kjúklingastangirnar með chili-ostablöndu betur á heimasíðu Heildsölunnar Bamberg, www.bambergehf.is og víkkaðu sjóndeildarhringinn í vegan vörum.
Pantanir berist á [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






