Frétt
Götubitinn snýr aftur á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin 24. ágúst n.k. Vegna fjölda áskorana og áhuga sem Reykjavik Street Food hefur verið sýnt eftir Götubithátíðina á Miðbakkanum í júlí, þá verður leikurinn endurtekinn á Menningarnótt á Miðbakkanum.
Sjá einnig: Fish & Chips vagninn og Jömm með áhugaverðustu götubitana – Myndir frá Götubita hátíðinni
Á Götubitanum á Menningarnótt koma saman í kringum 25 mismunandi matarsöluaðilar í vögnum og gámum ásamt tveim börum. Á svæðinu verða nýir aðilar sem ekki hafa verið með áður og því verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna.
Götubitinn á Menningarnótt, 24 ágúst, verður opin frá klukkan 11.30-23.30, þó munu einhverjir matarvagnar hafa opið til klukkan 04.30 um nóttina (mismunandi eftir vögnum), að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Þeir aðilar sem hafa staðfest þáttöku eru (birt með fyrirvara um breytingar):
Tacoson, Bitabíllinn, Fish & Chips Wagon, Vöffluvagninn, Icelandic Treasure, Lobster Hut, Volcano Crepes, Prikið, Fish And Chips Vagninn, Reykjavik Chips, Gastro Truck, Tacovagninn, Flatbakan, Tasty, Senis´s, Urban Street Food, JÖMM, Magellan Filipino, Lamb Street Food, Ramen Momo, Bombay Bazar, Brass Street Food, KORE, Kjötlandsliðið, Gull Vagninn, Viking Brugghús.
Öll ábyrgð vegna þessa viðburðar á Miðbakkanum er í höndum Reykjavíkurborgar og Reykjavík Street Food. Faxaflóahafnir leggja einungis til svæðið til notkunar. Frekari upplýsingar um Menningarnótt má finna hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum