GOTT Reykjavík: „Við erum búin að opna“
Veitingastaðurinn GOTT Reykjavík opnaði 1. mars s.l. á nýja Hilton Curio hótelinu í Hafnarstræti.
Sjá einnig: GOTT opnar í Reykjavík – Bjóða upp á vinsælustu rétti GOTT
Það eru þau hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir sem eru rekstraraðilar en þau eiga jafnframt veitingastaðinn GOTT í Vestmannaeyjum.
Stutt og góð tilkynning var birt á facebook síðu GOTT Reykjavík: „Við erum búin að opna“ og víðsvegar á samfélagsmiðlum má lesa færslur hjá fólki sem eru ánægð með komu GOTT til Reykjavíkur.
Ummæli gesta:
„Svo mikil Snilld, sterki kjúklingaborgarinn og Eldfell borgarinn í algjöru uppáhaldi.“
„Æðislegur staður, Ravioli, kjúklingapasta, Vefjur þetta er allt geggjað þarna“
„Besti veitingastaðurinn á Íslandi bókað mál“
„Maturinn og þjónustan frábær. Yndislegt að fá ykkur í borgina“
„Hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með matinn og hef ég nú prófað flest sem þau hafa uppá að bjóða.“
„Maturinn hreint afbragð og starfsfólkið til fyrirmyndar. Mæli með þessum stað fyrir alla aldurshópa.“
Með fylgir myndband sem að Völundur Snaer Völundarson matreiðslumaður tók.
Myndir: facebook / GOTT Reykjavík

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir