Vertu memm

Birting:

þann

GOTT Reykjavík

Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir

Veitingastaðurinn GOTT Reykjavík opnaði 1. mars s.l. á nýja Hilton Curio hótelinu í Hafnarstræti.

Sjá einnig: GOTT opnar í Reykjavík – Bjóða upp á vinsælustu rétti GOTT

Það eru þau hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir sem eru rekstraraðilar en þau eiga jafnframt veitingastaðinn GOTT í Vestmannaeyjum.

GOTT Reykjavík

GOTT Reykjavík er í Hafnarstræti 17. Við hliðina á Horninu pítsustað.

GOTT Reykjavík

GOTT Reykjavík er fjölskylduveitingastaður

GOTT Reykjavík

Grillaður GOTT borgari með heimagerðri aioli, guacamole, tómat og pikkluðum lauk. 2.390 kr.

GOTT Reykjavík

Stutt og góð tilkynning var birt á facebook síðu GOTT Reykjavík: „Við erum búin að opna“ og víðsvegar á samfélagsmiðlum má lesa færslur hjá fólki sem eru ánægð með komu GOTT til Reykjavíkur.

Ummæli gesta:

„Svo mikil Snilld, sterki kjúklingaborgarinn og Eldfell borgarinn í algjöru uppáhaldi.“

„Æðislegur staður, Ravioli, kjúklingapasta, Vefjur þetta er allt geggjað þarna“

„Besti veitingastaðurinn á Íslandi bókað mál“

„Maturinn og þjónustan frábær. Yndislegt að fá ykkur í borgina“

„Hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með matinn og hef ég nú prófað flest sem þau hafa uppá að bjóða.“

„Maturinn hreint afbragð og starfsfólkið til fyrirmyndar. Mæli með þessum stað fyrir alla aldurshópa.“

 

Með fylgir myndband sem að Völundur Snaer Völundarson matreiðslumaður tók.

Myndir: facebook / GOTT Reykjavík

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Mest lesið