Vertu memm

Freisting

Gordon Ramsey Holdings lokar enn einum stjörnustaðnum

Birting:

þann

Nú er það hinn 18 mánaða gamli veitingastaður La Noisette, með eina Michelin stjörnu staðsettur í Knightsbridge, sem ekki virðist hafa gengið vel þrátt fyrir stjörnuna.

Við á Freisting.is sögðum ykkur frá því í september s.l. að Gordon Ramsey Holdings myndu ekki enduropna veitingastaðinn á Connaught hótelinu í Mayfair, sem hafði verið stjórnað af Angelu Hartnett, og var það einnig Michelin stjörnu staður, svo hefur Savoy Grill verið lokað þar sem verið er að taka hótelið í gegn, þar fauk 1 stjarna í viðbót.

En það er ekki eins og Gordoninn sé að missa flug hann opnar bara annars staðar og nú síðast í Prag þar sem hann opnaði sinn þriðja stað undir nafninu Maze á Hilton Prague Old Town hótelinu, en hinir 2 Maze staðir eru á Mariott hótelin á Grosvenor Square og London NYC hótelinu í New York .

Er kallinn ekki bara að yfirkeyra sig ?

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið