Vertu memm

Freisting

Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli

Birting:

þann

„Þá er komið að mestu áskoruninni, þetta er æðislegt ljúfmeti frá Íslandi,“ sagði sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay áður en hann gaf James May, úr bílaþáttunum Top Gear, kæstan íslenskan hákarl.

Rúmlega 114.000 manns hafa horft á myndbandsbrot af félögunum smakka íslenska gæðafæðið á Youtube, en brotið er úr þætti þar sem Ramsay gefur May ýmsan óhefðbundinn mat.

„Hákarlinn var grafinn ofan í jörð og var þar í þrjá mánuði. Þú þarft að borða hann án þess að verða óglatt, þannig sannarðu að þú sért alvöru karlmaður,“ sagði Ramsay áður en hann skar vænan bita handa sér og May. Því næst hellti hann íslensku brennivíni í staup og félagarnir gæddu sér á góðgætinu.

James May var fljótur að klára sinn skammt en Gordon Ramsay, sem virðist vera mikill harðjaxl í þáttunum Hell’s Kitchen, var fljótur að spýta matnum ofan í fötu, en frá þessu er greint frá á hinum vinsæla fréttavef Mbl.is

Myndskeiðið á YouTube

Auglýsingapláss

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið