Vertu memm

Markaðurinn

Glæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar

Birting:

þann

Glæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar

First Pack kynnir nú nýjar lausnir sem eru sérstaklega hannaðar til að mæta kröfum íslenskra matreiðslumanna um vandaða framsetningu og hagkvæmni í rekstri. Meðal nýjunga er Phoenix línan, sem er glæsileg og sterkbyggð vörulína í svörtum lit.

Phenix er hönnuð til að ramma inn matinn á nútímalegan hátt, en svarti liturinn dregur fram andstæður og liti hráefnisins með þeim hætti að hver réttur fær þá athygli sem hann á skilið. Línan hentar jafnt fyrir fína framsetningu á smáréttum sem og vandaðar take-away lausnir þar sem ásýndin skiptir höfuðmáli.

Glæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar

Samhliða þessu leggur First Pack áherslu á að létta vinnuna í eldhúsinu með nýju úrvali af sósusprautum, eða „skvísum“, sem bjóða upp á hámarks nákvæmni. Þessar nýju flöskur eru gerðar úr sveigjanlegu og BPA-fríu plasti sem þolir mikið álag í annasömum eldhúsum.

Hægt er að velja um mismunandi stúta, þar á meðal þriggja-stúta útfærslu sem tryggir fljótlega og jafna dreifingu á sósum og skrauti, sem sparar dýrmætan tíma við lokaskref framreiðslunnar. Flöskurnar fást í nokkrum litum og stærðum, sem auðveldar flokkun og skipulag á vinnustöðvum.

Fyrir veisluþjónustur og viðburði eru svo nýju veislubakkarnir og brettin sérstaklega áhugaverð viðbót. Svartir veislubakkar með gluggaloki bjóða upp á stílhreina umgjörð, en þeim fylgja einstök tvíhliða framreiðslubretti. Brettin eru með viðaráferð á annarri hliðinni en marmaraáferð á hinni, sem gefur veitingafólki tvo ólíka valkosti í framsetningu með einni og sömu vörunni.

Þessi lausn er ekki aðeins fagurfræðileg heldur mjög hagnýt. Brettin eru létt og meðfærileg í flutningi og bjóða upp á endingu sem mætir kröfum fagfólks. Með þessum nýjungum sameinar First Pack nútímalegt útlit og þau hagnýtu sjónarmið sem veitingafólk leggur áherslu á í sínum daglega rekstri.

Nánari upplýsingar um allar þessar nýjungar og heildarúrval er að finna á Isco.is.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið