Kristinn Frímann Jakobsson
Glæsileg veisla hjá matarklúbbi á Akureyri
Við höldum áfram að fylgjast með matarklúbbnum frá Akureyri, en við fjölluðum um matarklúbbinn þegar pörin hittust ásamt börnum og héldu veislu í Hrísey. Í þetta skiptið voru það matgæðingarnir Vilborg Sigurðardóttir og Arnar Tryggvason sem buðu matarklúbbnum heim til sín í glæsilega veislu.
- Vilborg Sigurðardóttir afgreiðir hér grálúðukinnarnar
- Arnar Tryggvason kryddar hér með miklum tilþrifum
Matseðill kvöldsins var:

Smakk:
Tapassnitta með rifsberjachillimauki, brieosti og rósmarín
Grafið hreindýr með bragðmikilli ediksósu

Aðalréttur:
Kálfafille marinerað á 2 vegu, annars vegar basilíku og hins vegar rósmarín með hasselback kartöflum, fersku salati, blómkálsstöppu og púrtvínssósu

Já sæll, þessi eftirréttur öskrar á mann að vera borðaður
Eftirréttur:
Marengsbaka með dökku súkkulaði og heimatilbúnu konfekti
Mmmmmm…. girnilegur matseðill, en eftir síðustu umfjöllun okkar um matarklúbbinn þá komu fjölmargar fyrirspurnir um að komast í matarklúbbinn og vilja pörin koma því á framfæri að því miður er ekki hægt að bæta við fólki í hann að svo stöddu.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata