Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Glæsileg veisla hjá matarklúbbi á Akureyri

Birting:

þann

Við höldum áfram að fylgjast með matarklúbbnum frá Akureyri, en við fjölluðum um matarklúbbinn þegar pörin hittust ásamt börnum og héldu veislu í Hrísey. Í þetta skiptið voru það matgæðingarnir Vilborg Sigurðardóttir og Arnar Tryggvason sem buðu matarklúbbnum heim til sín í glæsilega veislu.

 

Matseðill kvöldsins var:

 

Smakk: Tapassnitta með rifsberjachillimauki, brieosti og rósmarín Grafið hreindýr með bragðmikilli ediksósu

Smakk:
Tapassnitta með rifsberjachillimauki, brieosti og rósmarín
Grafið hreindýr með bragðmikilli ediksósu

 

Forréttur 2:
Hreindýralifrar mousse á brauði og hreindýratartar með pískaðri eggjarauðu

 

Forréttur 1: Lime, chilli og engifermarineraðar grálúðukinnar á salatbeði með balsamic-súkkulaðisósu

Forréttur 1:
Lime, chilli og engifermarineraðar grálúðukinnar á salatbeði með balsamic-súkkulaðisósu

Aðalréttur: Kálfafille marinerað á 2 vegu, annars vegar basilíku og hins vegar rósmarín með hasselback kartöflum, fersku salati, blómkálsstöppu og púrtvínssósu

Aðalréttur:
Kálfafille marinerað á 2 vegu, annars vegar basilíku og hins vegar rósmarín með hasselback kartöflum, fersku salati, blómkálsstöppu og púrtvínssósu

Já sæll, þessi eftirréttur öskrar á mann að vera borðaður Eftirréttur: Marengsbaka með dökku súkkulaði og heimatilbúnu konfekti

Já sæll, þessi eftirréttur öskrar á mann að vera borðaður
Eftirréttur:
Marengsbaka með dökku súkkulaði og heimatilbúnu konfekti

Mmmmmm…. girnilegur matseðill, en eftir síðustu umfjöllun okkar um matarklúbbinn þá komu fjölmargar fyrirspurnir um að komast í matarklúbbinn og vilja pörin koma því á framfæri að því miður er ekki hægt að bæta við fólki í hann að svo stöddu.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið