Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glænýr sumardrykkur hjá Lemon
Pina Colada er glænýr sumardrykkur hjá Lemon, en hann var gerður í samstarfi við Happy Hydrate.
„Drykkurinn inniheldur kókosvatn, ananas og rafsölt frá Happy Hydrate með Pina Colada bragði, Að okkar mati besti sumardrykkurinn í ár, stútfullur af söltum og steinefnum, sólríkt sumar í glasi,“
segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.
Happy Hydrate hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið enda er þetta góð íslensk heilsuvara sem inniheldur 4x fleiri steinefni en í hefðbundnum íþróttadrykk og 6 ómissandi vítamín fyrir endurheimt.
„Við leituðum til Bjarka og Arnars Gauta hjá Happy Hydrate þegar Pina Colada söltin komu í sölu og fengum þá í að hanna þennan frábæra djús með okkur. Drykkurinn verður í sölu í sumar enda sannkallaður sumardrykkur, hver elskar ekki Pina Colada,“
segir Unnur Guðríður.
„Stay Happy, Stay Hydrated“
„Lemon var alltaf fremst í huga okkar þegar við ætluðum að gera góðan djús og gerðum við það heldur betur. Hann bragðast ekki eins og sumar heldur kemur hann þér í sumarformið og heldur þér fullkomlega vökvuðum með blöndu af hreinu kókosvatni, Happy Hydrate og ananas. Þú vilt ekki missa af honum,“
segir Arnar Gauti Arnarsson einn af eigandum Happy Hydrate.
„Það er því tilvalið að koma við á Lemon í sumar og njóta þess bragðbesta og hollasta sem sumarið hefur að bjóða og gera vel við líkama og sál. Við hlökkum til að sjá þig og lofum að taka vel á móti þér,“
segir Unnur Guðríður.
Myndir: aðsend
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni