Freisting
Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um tæp 13% milli ára
Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 40.600 en voru 36.000 í sama mánuði árið 2005, sem er 13% aukning. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni sem annast gistináttatalningar og birti niðurstöður fyrir janúar í dag.
Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 2.500 í 4.500 milli ára (80%). Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 600, úr 1.100 í 1.700 (50% aukning). Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 8,5%, en gistináttafjöldinn fór úr 28.900 í 31.300. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 3%. Samdráttur varð á Suðurlandi, en þar fór gistináttafjöldinn úr 2.500 í 2.000 milli ára (-17%).
Fjölgun gistinátta á hótelum í janúar árið 2006 var bæði vegna Íslendinga og útlendinga. Fjöldi hótela sem opin voru í janúar síðastliðnum voru 64 talsins, en þau voru 66 í janúar á síðasta ári. Samdráttur á framboði gistirýmis í janúar á sér eingöngu stað á Suðurlandi en þar voru opin 11 hótel miðað við 13 árið 2005.
Hagstofan vekur athygli á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2005 og 2006 eru bráðabirgðatölur.
Greint frá á heimasíðu Ferðamálstofu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin