Freisting
Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um tæp 13% milli ára
Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 40.600 en voru 36.000 í sama mánuði árið 2005, sem er 13% aukning. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni sem annast gistináttatalningar og birti niðurstöður fyrir janúar í dag.
Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 2.500 í 4.500 milli ára (80%). Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 600, úr 1.100 í 1.700 (50% aukning). Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 8,5%, en gistináttafjöldinn fór úr 28.900 í 31.300. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 3%. Samdráttur varð á Suðurlandi, en þar fór gistináttafjöldinn úr 2.500 í 2.000 milli ára (-17%).
Fjölgun gistinátta á hótelum í janúar árið 2006 var bæði vegna Íslendinga og útlendinga. Fjöldi hótela sem opin voru í janúar síðastliðnum voru 64 talsins, en þau voru 66 í janúar á síðasta ári. Samdráttur á framboði gistirýmis í janúar á sér eingöngu stað á Suðurlandi en þar voru opin 11 hótel miðað við 13 árið 2005.
Hagstofan vekur athygli á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2005 og 2006 eru bráðabirgðatölur.
Greint frá á heimasíðu Ferðamálstofu
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025