Vertu memm

Pistlar

Gísli Matt: „Smá hugvekja í byrjun nýs árs, smá leiðinleg en raunveruleg, afsakið það.“ – Hvað er til bragðs að taka?

Birting:

þann

Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari

Gísli Matthías Auðunsson

Ég er mjög stoltur yfir því að þrátt fyrir að hafa rekið samtals sex veitingastaði í gegnum árin þá hefur félag sem ég hef verið hluti af aldrei farið í þrot, alltaf er reynt að finna leiðir til þess að reksturinn gangi upp. Meira að segja reyndum við hjá Slippnum í raunininni of mikið í COVID með því að opna einnig skyndibitastaðinn ÉTA undir sömu kennitölu að útaf honum féllum við ekki undir neina styrki hjá hinu opinbera þegar samansöfnuð vellta var ekki 40% undir árinu áður heldur “aðeins” 33%.

Nú stendur fyrir algjör krísa í veitingarekstri, kostnaður er orðinn allt of hár á öllum vígstöðum og þó ég sé almennt mjög lausnamiðaður þá bara sé ég ekki hvernig dæmið eigi að ganga upp hjá veitingastöðum. Nú er komið nýtt ár og laun eru búin að hækka mikið á undanförnum misserum, öll lán komin með rosalega háa greiðslubirgði vegna hárra vaxta og maður bíður núna stressaður eftir sumrinu til þess að fara að byrja að borga af covid láninu sem var tekið sem átti aldeilis að bjarga málunum.

Vöruinnkaup hafa aldrei verið dýrari útaf ýmsum þáttum sem veitingaaðilar hafa engan vegin stjórn á.

Hvað er til bragðs að taka? Hækka verð? Ef þau yrðu hækkuð eins mikið og þau þurfa og í samræmi við allan kostnað myndi engin koma, það hefðu fáir efni á því.

Maður hugsar daglega hvort maður eigi ekki bara að fara leggja árar í bát og fara hreinlega að gera eitthvað annað – þetta er orðið svo yfirþyrmandi lígjandi. Ég elska að elda og gera góðan mat – að skapa góðar upplifanir en reksturinn og allar erfiðu ákvarðanirnar gleypa alla gleði sem fylgir rekstrinum.

Hvað er til bragðs að taka?

Höfundur er Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið