Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gísli Matt með 500 manna bjórhátíð, risa brúðkaup og tók á móti forsætisráðherrum níu þjóða – Gísli: „Ég held að Slippurinn hafi aldrei verið betri en akkúrat núna …“
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada komu til Vestmannaeyja nú í vikunni en þar var haldin árlegur sumarfundur norrænna forsætisráðherra en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins.
„Það var algjörlega magnað að enda frábæra viku þar sem séð var um 500 manna bjórhátíð, risa brúðkaup út úr húsi ásamt því að reka SLIPPINN og NÆS og taka á móti forsætisráðherrum níu þjóða og risa fylgdarliði á bæði SLIPPNUM og NÆS á sunnudag og mánudag.
Sagði Gísli Matthías Auðunsson í facebook færslu nú rétt í þessu.
„Hver einn og einasti starfsmaður stóð sig eins og hetja, þar sem hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi.
Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“
Þjóðarleiðtogarnir borðuðu á Slippnum ostrulauf (blálilju) týnd í útjaðri eldgosasvæðisins og hlustuðu á sögu um hvernig Gísli kynntist því hráefni á einum besta veitingastað í heimi sem síðar áttaði sig á að það yxi villt á Heimaey í Vestmannaeyjum.
Þorskroð sem hefur lengi vel verið vannýtt og kremi úr reyktum þorskhrognum og geli úr villtri hvönn, svartfuglsegg sem erfitt er að finna og sækja sem elduð eru með nærgætni og borið fram meðal annars með rjóma sem er sýrður með nýtíndum grenitoppum sem eru svo sýruríkir á þessum tíma árs. Birkireykta hörpuskel sem kafað er eftir og borin fram með reyktri söl.
Einnig var í boði blóðbergsgrafin lúða sem borin var fram á kexi sem gert er úr bjórkorni sem útbúið er úr bjór hjá strákunum á Brothers ásamt skessujurt og sprettum sem ræktaðar eru á eyjunni hjá aldingróði.
Rabarbari úr görðum Vestmannaeyinga, bakaður og borin fram með skyrís og mysingskaramellu. Þetta ásamt mörgu öðru fengu þau að borða og voru hugfangin af því sem starfsfólk Slippsins hefur skapað í Vestmannaeyjum.
Matseðillinn:
Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn
Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri
Svartfuglsegg með x.o. & grenikremi
Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri
Lamb með rabarbara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu
Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís
„Ég held að SLIPPURINN hafi aldrei verið betri en akkúrat núna, en á sama tíma erum við með svo margar hugmyndir sem okkur langar að sýna fram á.
Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“
Segir Gísli að lokum.
Mynd: úr einkasafni / Gísli Matt
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar