Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gísli á Norræna matarhátíð í New York
Frá 13. til 20. september næstkomandi verður haldin Norræn matarhátíð í New York, þar sem norrænir matreiðslumenn sýna listir sínar á veitingastöðum víðsvegar um borgina.
Í ár mun Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og eigandi af Slippnum í Vestmannaeyjum taka þátt ásamt 24 öðrum norrænum matreiðslumönnum og eru engin smá nöfn þar á ferð, Frode Selvaag, Fredrik Berselius, Mads Refslund, Mathias Brogie, Sasu Laukkonen, Maria Östberg svo fá eitt sé nefnt.
Hér að neðan er vídeó frá hátíðinni sem haldin var í fyrra en þá tók Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og eigandi Dill þátt:
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með Gísla og færa ykkur fréttir frá ferðalaginu í máli og myndum.
Mynd: skjáskot af northfoodfestival.com

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun