Vertu memm

Greinasafn

Gin í sögulegu samhengi

Birting:

þann

Þjónahlaup með GiniðSaga gins er löng og merkileg. Drykkjuráð hefur kynnt sér hana ýtarlega og má lesa hana hér í þremur hlutum. Góða skemmtun og skál! Faðir ginsins Margir þekkja söguna um hvernig drykkurinn Gin og Tónik varð til þegar Bretar voru sveittir á Indlandi og drukku Tónik vegna þess að það inniheldur Kínín sem virkar sem vörn gegn Malaríu. Tónik eitt og sér er ekki mjög góður drykkur og þess vegna datt einhverjum snillingi í hug að blanda það með bresku gini. Færri þekkja sögu Gins og hvernig það var fundið upp. Samkvæmt heimildum sagnfræðinga er faðir ginsins Hollendingurinn Franciscus de la Boe, betur þekktur sem Dr. Sylvius. Hann var prófessor við Hollenska Háskólan í Leiden.

Markmið þessa merka læknis var að þróa fyrirbyggjandi lyf gegn óreglu í nýrum. Þessu takmarki vildi hann ná með lyfi að grunni úr Alkóhóli blönduðu með læknandi eiginleikum einiberja. Dr. Sylvius notaði korn við bruggun spírans í lyfjablöndu sína. Þessi hugmynd var byltingakennd vegna þess hve miklu ódýrara var að framleiða spíra úr korni heldur en úr ávöxtum sem var hefðbundna leiðin í þá daga. Einiberjaolía var talin vera róandi, lækna höfuðverk, örva matarlyst og róa magann. Hollendingar kölluðu lyfið „jenever“ (hollenska fyrir einiber), en Frakkar kölluðu það „genievre“ sem er það nafn sem Dr. Sylvius gaf framleiðslu sinni. Þessi læknandi drykkur varð snemma vinsæll í Hollandi og öðrum löndum í Evrópu.

Gin og breska heimsveldið

Ekki eru allir sammála um hvernig ginið hóf innreið sína til Englands, en flestir fylgja þeirri sögu að breskir hermenn séu ábyrgir fyrir þeirri þróun. Drykkurinn fékk nafnið gin (dregið af genievre) og varð fljótt hornsteinn breskrar drykkjumenningar. Á tímabili varð gin bitbein trúar og pólitíkur. Árið 1689 þegar William of Orange (af appelsínu) varð konungur Englands. Hann lagði auka skatta á franskt gin kaþólikkanna og gaf góðar skataívilnanir til hollenskra gin innflytjenda. Þessar aðgerðir juku vinsældir drykkjarins og hleyptu gleði í hjörtu tjallanna. Um 1710 náði neysla Breta á áfengi 72 milljónum lítra á ári. Áætlað er að 20 prósent af þessu magni hafi verið gin. Vinsældir gins á þessum tíma og aukin drykkjulæti Breta urðu til þess að breska þingið gerði það ólöglegt árið 1736. Sex árum seinna var banninu þó aflétt vegna þess að heimabruggað gin var svo rótsterkt og innihélt alls kyns rudda. Í iðnbyltingunni varð til stétt verkafólks sem sem vildi verja launum sínum í gin á betri stöðum en subbulegu ginbúllunum. Þannig urðu til fínni gin staðir eða gin „sjoppur“ sem lögðu grunninn að krám og öldurhúsum eins og við þekkjum þau í dag. Seinna féll gin í skuggan af öðrum drykkjum hjá yfirstéttinni um tíma eða þar til á seinni hluta Viktoríutímabilsins. Þá varð yfirstéttar drykkurinn gin & tonic eða gin og tónik eins og við köllum hann gríðarlega vinsæll.

Kokkteilatíminn

Á þriðja og fjórða áratugnum, gullaldarárum kokkteilblöndunar varð gin skyldueign sérhvers drykkjumanns með einhverja sjálfsvirðingu. Gin var grunnurinn í mörgum vinsælli kokkteilum þessa tímabils. Á bannárunum í Bandaríkjunum og Kanada varð svokallað baðkars gin vinsæll drykkur. Baðkars gin var búið til á þann veg að baðker var fyllt af lélegum spíra og einiberjaolíu og öðrum kryddum bætt útí. Þessi lögur var látinn lagast í nokkra daga og síðan drukkinn af bestu lyst. Margir vinsælustu kokkteilar djass tímabilsins þróuðust þegar reynt var að blanda drykki sem földu viðbjóðslegt bragð baðkars ginsins. Í dag er gin gríðarlega vinsælt áfengi um allan heim og þá helst í drykknum Gin og Tónik en einnig í Martini blöndur og aðra kokkteila. Samkvæmt skilgreiningu í bókinni „Ron & Sharon Tyler’s Ultimate A-to-Z Bar Guide“ er gini lýst sem brugguðu áfengi úr korni bragðbættu með einiberjum og öðrum kryddum.

Andansmenn.com

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið