Frétt
Gidistími ferðagjafarinnar framlengdur um fimm mánuði
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn frumvarp um framlengingu á lögum um ferðagjöf, nr. 54/2020. Með breytingunni verður gildistími þeirra ferðagjafa sem ekki hafa verið nýttar eða ekki nýttar til fulls framlengdur til 31. maí 2021, eða um fimm mánuði.
Einstaklingar með íslenska kennitölu og skráð lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr, fengu Ferðagjöf að andvirði 5000 kr. í júní. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Hér má kynna sér hvernig hægt er að sækja og nýta ferðagjöfina.
Ferðagjöfin hafði gildistíma til áramóta, en með því að framlengja gildistímann má nýta þegar ætlað fjármagn til að veita ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis frekari viðspyrnu yfir vetrartímann og fram á vor 2021. Með því er einnig brugðist við þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna samkomubanns og lokanna undanfarna vikur og mánuði.
175 þúsund einstaklingar hafa þegar sótt ferðagjöfina, af um 280 þúsund sem hafa fengið hana útgefna. Af þeim hafa um 125 þúsund einstaklingar þegar nýtt sér ferðagjöfina. Tæplega fimmtíu þúsund ferðagjafir hafa enn ekki verið nýttar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt13 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






