Freisting
Gestakokkur á Humarhúsinu
Roary MacPherson
Roary MacPherson, yfirmatreiðslumeistari Fairmont-hótelsins á Nýfundnalandi verður gestakokkur Humarhússins dagana 23., 24. og 25 nóvember n.k.
Þeir sem hafa áhuga á að panta sér borð vinsamlegast hafið samband í síma 561 3303.
Heimasíða Humarhússins: www.humarhusid.is
Hver er Roary MacPherson?
Roary MacPherson var skipaður yfirmatreiðslumeistari Fairmont-hótelsins á Nýfundnalandi 7. júlí 2003.
Roary matreiðslumeistari fæddist í Hálöndum Nýfundnalands á vesturströnd eyjunnar og er yngstur fjórtán systkina. Hann hjálpaði til í eldhúsinu ásamt systkinum sínum. Í æsku varð honum ljós köllun sín þegar hann eldaði reglulega fyrir sextán manns. Hann hóf matreiðslunámið í október 1988 þegar hann innritaðist í Cabot-tæknistofnunina. Á þessu fyrsta námsári var hann ráðinn í stöðu fyrsta kokks á Fairmont-hótelinu á Nýfundnalandi. Þar vann Roary næstu sjö árin og var svo lánsamur að Steve Watson yfirmatreiðslumeistari fékk álit á honum og aðstoðaði hann við námið og starfsferilinn. Á ráðningartímanum jók hann matreiðsluhæfni sína en vann á sumrin á Fairmont Algonquin hótelinu.
Roary matreiðslumeistari er ákveðinn í að nota kanadískar vörur til að skapa einstæða kanadíska matargerðarlist og hann hefur lagt sig fram um að afla sér reynslu frá austurströnd Nýfundnalands og vestan frá Alberta-fylki í því skyni. Roary matreiðslumeistari flutti sig til innan Fairmont-hótelkeðjunnar 1995 og tók við stöðu aðstoðar-yfirmatreiðslumeistara á Delta Lodge í Kananaskis. Þar stjórnaði hann daglegu starfi í eldhúsinu og stýrði matreiðsluteymi á fjögurra stjörnu veitingastaðnum Árstíðirnar (áður L’Escapade). Um þetta leyti lauk Roary hinum fræðilega hluta matreiðslumeistaranámsins frá Tæknistofnunina í Alberta.
Roary matreiðslumeistari var yfirmatreiðslumeistari á Macdonald Fairmont-hótelinu í Edmontom í þrjú ár en fagnaði því mjög að snúa aftur til heimkynna sinna. Hann lætur svo ummælt: Ég er í sjöunda himni yfir að snúa aftur til hótelsins, og á þar vitaskuld við Fairmont-hótelið á Nýfundalandi eins og margir íbúar Nýfundnalands kalla það. Ég þekki fólkið og hvað er í boði og það er þægileg tilfinning að snúa aftur í kunnuglegt umhverfi, segir Roary. Síðan hann sneri aftur hefur hann leitt eldhússveit Fairmonts-hótelsins á Nýfundnalandi til nýrra hæða hvað snertir framúrskarandi vöru og afbragðs þjónustu.
Uppáhald heimabæjarins hefur sigrað hjörtu samstarfsmanna sinna, gesta og starfsfélaga í veitingageiranum. Hann hefur blásið nýju lífi í matseðla veisludeildarinnar og veitingastaðanna BonaVista, Cabot Club og Narrows Lounge og heldur áfram að vinna að markaðssetningu ósvikinna Screech Cakes og hinna einstæðu skriðberjasmákaka um allan heim.
Roary gekk umsvifalaust til liðs við Samband matreiðslumeistara og kokka á Nýfundnalandi og leiddi lið ungra matreiðslumanna fylkisins til sigurs í apríl 2005. Roary var einnig fulltrúi austurhluta Kanada á annarri alþjóðaráðstefnu um matreiðslu í ferðaþjónustu í San Francisco 2. maí 2005. Þriggja manna kanadískt lið var valið af almenningi og hlaut fyrstu verðlaun í keppni matreiðslumanna. Og nýlega var Roary matreiðslumeistari valinn matreiðslumaður ársins af St. John deild samtaka kanadískra matreiðslumeistara. Fjallað hefur verið um Roary í blöðum eins og National Post, The Globe and Mail, Canadian Living og tímaritunum Foodservice and Hospitality.
Fairmont hótelið á Nýfundnalandi fagnar endurkomu gamals starfsmanns og því að bjóða öllum gestum sínum ósvikna menningarreynslu.
Viðtal við matreiðslumeistarann Roary MacPherson
Starfsmenn í eldhúsi:
22 kokkar, 23 hjálparkokkar, tveir aðstoðarmatreiðslumeistarar og einn bakarameistari
Stærð eldhúss:
359 fermetrar
Veitingastaðir hótelsins:
BonaVista, Cabot Club, Narrows
Fjöldi máltíða á dag:
800 1000
Hugðarefni:
Tónlist, kvikmyndir og íþróttir.
Menntun:
Cabot-stofnun hagnýtra listgreina & tækni. Meistaranám í matreiðslu frá Tæknistofnun Suður-Alberta.
Einkennisréttur:
Pönnusteiktur hreindýrslend með snöggsteiktum hörpudiski, grænmeti steiktu í birkisýrópi, rauðum steiktum smákartöflum og sósu með heylykt frá Nýfundnalandi úr Beothuck kvöldverði mínum.
Áhrifavaldur:
David Garcelon yfirmatreiðslumeistari við Fairmont Royal hótelið í York
Stefna:
Að nota staðbundið hráefni til að kynna heimafylki mitt, heimkynni, Nýfundnaland!
Vinnulönd:
Kanada
Minnisstæðasta máltíð:
Kvöldverður fyrir The Tragically Hip
Ómissandi í eldhúsinu:
35 sm. langt japanskt sverð (franskur hnífur)
Matur á heilanum núna:
Þessa stundina hvaðeina með nýju lífrænu grænmeti.
Notkun staðarvarnings:
Ég vil nota vörur frá Nýfundnalandi til að skapa sérstæða matargerð kennda við Nýfundnaland til að sýna fram á fjölbreytnina í heimkynnum mínum.
Að gera gestum til hæfis:
Vera sveigjanlegur og gefa þeim það sem þeir vilja.
Þegar hið alþekkta Fairmont-hótel var opnað í San Francisco í apríl 1907, kom leiðandi nafn lúksushótela fram á sjónarsviðið. Í rúma öld hafa Fairmont-hótelin boðið upp á hlýlega gestrisni og ótímabundinn glæsileika á ógleymanlegum stöðum. Afmælisárið 2007 munu 51 auðþekkjanleg hótel okkar í 12 löndum, frá sögufrægum kastölum til afskekktra skála og nútímalegra afdrepa, fagna mikilli aldarlangri reynslu og ævarandi minningum. Fairmont-keðjan er staðráðin í að vaxa en meðal heimsþekktra hótela hennar eru Fairmont-hótelið í Banff Springs og Savoy-hótelið í Lundúnum.
Fairmont-keðjan mun bráðlega opna fjögur hótel í Kenya og væntir þess að enduropna hið fræga Plaza-hótel í New York. Næstu hótel keðjunnar verða í Kairó, Abu Dhabi, Vancouver og Suður-Afriku. Fairmont Raffles Hotels International rekur rúmlega 120 hótel um allan heim undir nöfnunum Fairmont, Raffles, Swissôtel og Delta auk orlofseigna sem rekin eru af Fairmont Heritage Place.
Heimasíða Fairmont-hótel: www.fairmont.com
Eins og áður sagði, þeir sem hafa áhuga á að panta sér borð vinsamlegast hafið samband í síma 561 3303.
Matseðill verður birtur síðar.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu