Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gengur vel með nýju Gaeta Gelato ísbúðina – Haukur: búðin gefur þeirri upprunalegu við Ingólfstorg lítið eftir….
Nýjasta viðbótin við ísbúðina Gaeta Gelato sem opnaði síðsumars við Laugaveg 23 hefur gengið mjög vel. Í Gaeta ísbúðunum finnurðu allt að 20 tegundir af gelató bragðtegundum, auk annarra kræsinga. Ísbúðirnar eru staðsettar við Ingólfstorg (sem opnaði í maí árið 2020), mathöllinni á Hlemm og Laugaveg 23.
Auk búðanna þriggja er hægt að kaupa gelato ísinn á eftirtöldum stöðum: Hagkaup verslunum um allt land, Melabúðinni í Vesturbænum í Reykjavík og Lókal Bistro á
Húsavík.
„Við lokuðum á sama tíma ísbúðinni okkar í Mathöll höfða, vildum frekar leggja áherslu á miðbæinn að svo búnu.“
Sagði Haukur Már Gestsson framkvæmdastjóri í samtali við veitingageirinn.is en Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza. Gaeta Gelato og Flatey pizza sameinuðu krafta sína fyrir um ári síðan og eru nú eitt og sama fyrirtækið.
Nýja ísbúðin á Laugaveginum er hönnuð af HAF Studio, en húsnæðið hýsti síðast tölvubúðina Macland og á sér ríka sögu.
„Þetta hefur farið mjög vel af stað og búðin gefur þeirri upprunalegu við Ingólfstorg lítið eftir.“
Segir Haukur að lokum.
Mynd: facebook / Gaeta Gelato
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nemendur & nemakeppni7 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig