Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gengur vel með nýju Gaeta Gelato ísbúðina – Haukur: búðin gefur þeirri upprunalegu við Ingólfstorg lítið eftir….

Gaeta Gelato við Laugaveg 23.
Nýja logo merkið hjá Gaeta Gelato. …. en tekst þér að finna út úr því hvernig þú lest út úr nýja logo-inu þeirra?
Nýjasta viðbótin við ísbúðina Gaeta Gelato sem opnaði síðsumars við Laugaveg 23 hefur gengið mjög vel. Í Gaeta ísbúðunum finnurðu allt að 20 tegundir af gelató bragðtegundum, auk annarra kræsinga. Ísbúðirnar eru staðsettar við Ingólfstorg (sem opnaði í maí árið 2020), mathöllinni á Hlemm og Laugaveg 23.
Auk búðanna þriggja er hægt að kaupa gelato ísinn á eftirtöldum stöðum: Hagkaup verslunum um allt land, Melabúðinni í Vesturbænum í Reykjavík og Lókal Bistro á
Húsavík.
„Við lokuðum á sama tíma ísbúðinni okkar í Mathöll höfða, vildum frekar leggja áherslu á miðbæinn að svo búnu.“
Sagði Haukur Már Gestsson framkvæmdastjóri í samtali við veitingageirinn.is en Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza. Gaeta Gelato og Flatey pizza sameinuðu krafta sína fyrir um ári síðan og eru nú eitt og sama fyrirtækið.
Nýja ísbúðin á Laugaveginum er hönnuð af HAF Studio, en húsnæðið hýsti síðast tölvubúðina Macland og á sér ríka sögu.
„Þetta hefur farið mjög vel af stað og búðin gefur þeirri upprunalegu við Ingólfstorg lítið eftir.“
Segir Haukur að lokum.
Mynd: facebook / Gaeta Gelato

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?