SSS-Sveitin
Geiri Smart – Veitingarýni
Enn á ný erum við SSS komnir á ról svona rétt fyrir jól og létu freistast að heimsækja þennann nýja veitingastað Geira Smart sem er í hluta húsanna við Hljómalindarreitinn.
Þegar komið er inn er á staðinn ert þú kominn í hendur fagfólks sem gefur strax fyrirheit um að heimsóknin verði upplifun í mat og drykk. Allt er mjög vel vandað bæði húsgögn og allur annar aðbúnaður. Fagmennska á þjónustu í hæsta gæðaflokki en samt afar létt og leikandi. Vínþjónn (Sommelier) staðarins er Alba E H Hough og þar kemur þú ekki að tómum glösunum né án vitneskju um hvað skal vera í þeim með hverjum rétti.
Jólahlaðborð hafa verið vinsæl á síðustu áratugum. Með tilkomu fjölmargra nýrra veitingastaða er nú orðið vinsælt að bjóða upp á minni útgáfur þar sem allt er borið fram á borð hvers og eins og svo jólamatseðla. Geiri Smart er einn af þeim og býður upp á girnilega sex rétta jólaskífu með vínpörun að hætti Ölbu, en vínseðillinn fer eftir breiddargráðum þaðan sem vínþrúgurnar koma.
„Fyrst kom á borðið glænýtt súrdeigsbrauð og rósaaldinsmjör, virkilega gott.“
Fyrsti réttur:
„Vatnsdeigsbolla fyllt með mauki úr marineraðri síld, epli og og piparrót. Þetta tónaði vel saman, skemmtileg hugmynd.
Vín: Með síldinni var gefið Damien Lemasson Cidre de Normandy Brut NV sem er frá Normandy í Frakklandi (breiddargráða 48°N). Hér má finna smá eplabragð, sýrustig í lægri kantinum og gaf góða og mjúka fyllingu. Góð samsetning.“
Annar réttur:
„Hrámarineruð hörpuskel og sjóurriði með hafþyrniberjum, graskeri og engifer. Alveg passleg sýra sem gerði þetta afar ljúffengt.
Vín: Domaine de Savagny Crémant du Jura Rosé NV frá Jura í Frakklandi (breiddargráða 47°N). Hér er á ferðinni skemmtileg blanda af Chardonnay og rauðum vínberjum, djúpur og fallegur bleikur litur, þurrt og ljúffengt. Passaði mjög vel með réttinum.“
Þriðji réttur:
„Steikt eggjabrauð með blómkáli, Gnalling osti og nóg af hvítum trufflum. Hér er engu ofaukið. Mjúkt brauðið og osturinn fara einkar vel saman , blómkálið léttsteikt og trufflurnar rifnar yfir við borðið. Sælgæti.
Vín: Saint Clair Godfrey´s Creek Gewurstraminer 2007 frá Marlborough í Nýja Sjálandi (breiddargráða 41°S). Hér má finna vott af ferskju og kanil, en ekki til að trufla réttinn, virkilega gott vín og passaði einstaklega með trufflunum.“
Fjórði réttur:
„Léttreyktur þorskur með lagarsíldarhrognum , gerjuðum kartöflum og hreðkum. Aftur einfaldur réttur þar sem hráefni falla vel saman. Þorskurinn alveg passlega eldaður og reykbragðið hæfilegt. Hrognin sem eru innflutt og kallast „lögrom“ á sænsku voru alveg passlega sölt.
Vín: J. Christopher Willamette Valley Pinot Noir Unfiltered 2011 frá Oregon í Bandaríkjunum (breiddargráða 43°N). Ákaflega bragðgott vín með hátt sýrustig, safaríkt og kemur vel út með reykta bragðinu í þorskinum og gott jafnvægi með söltuðu hrognunum.“
Fimmti réttur:
„Nautavöðvi (Flank steak) með shitakesveppum, sýrðu rauðkáli, jarðskokkum, káli , svörtum hvítlauk og nautasoði. Kjötið mjúkt og einstaklega safaríkt gerði þennan rétt nánast fullkominn.
Vín: Henry of Pelham Baco Noir 2014 frá Ontario í Kanada (breiddargráða 43°N). Verð að viðurkenna að nálgast þetta vín er frekar erfitt, þétt og flókið bragð. Örlítið beiskt, en mjög góð samsetning með nautakjötinu.“
Sjötti réttur:
„Léttur og ljúffengur réttur og blóðappelsínusafinn gerði þetta jólalegt sem mun dansa í huganum fram að jólum. Hér var kominn fullkominn endir á frábærri máltíð.
Vín: Disznókö Tokaji Aszú 5 Puttonyos 2006 frá Tokaji í Ungverjalandi (breiddargráða 48°N). Sætvín eins og þau gerast best og gott jafnvægi á milli sýru og sætu. Frábært vín með eftirréttinum.“
Cappuchino, jólaglögg og krúttlegt bakkelsi
„Fengum okkur Cappuchino, froðan þétt og góð, gott kaffibragð og með fylgdi saltlakkrískaramellubitar, gullmoli sem sem var birkisúkkulaði og gamla góða blúndukakan. Bakkelsið sló alveg í gegn.
Alba endaði á því að koma með Jólaglögg sem er sérlagað af Bjarna Siguróla yfirmatreiðslumeistara og Alba endurbætti að hætti vínþjónsins. Eitt besta jólaglögg sem við höfum smakkað.“
Hótelið sem tengist við staðinn er hið fyrsta í nýrri keðju HILTON sem heitir Hilton Canopy. Gengið er inn á hótelið frá Smiðjustíg en inn á Geira Smart frá Hverfisgötunni. Heimsókn á hótelið er ævintýri útaf fyrir sig, en hér eru sex hús sem tengja sig saman og væri hægt að koma með heila ritgerð með lýsingu á þessu glæsilegu hóteli, en hér verður aðeins fjallað um staðinn Geira Smart.
Af þessari heimsókn lokinni er það samdóma álit okkar að skotskífan þeirra og öll sex skotin hafa hitt í mark öll sömul. Mikil hugsun og ævintýrablær hafa verið leiðarljós þeirra sem settu saman þennann matseðil.
Sem sagt það er allt Smart á Geira Smart. Við gengum út í kvöldhúmið saddir og sælir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig