Markaðurinn
Garðabær semur við Matartímann og Skólamat um framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar

Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna f.h. Matartímans og Almar Guðmundsson bæjarstjóri.
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Þriðjudaginn 26. júlí undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samninga við Matartímann annars vegar og Skólamat hins vegar um þessa þjónustu til næstu þriggja ára.
Hægt var að gera tilboð í einn eða fleiri skóla en um var að ræða 5 grunnskóla, 3 leikskóla og einn grunn- og leikskóla, alls með um 2600 nemendur.
Alls bárust tilboð frá þremur aðilum þar af voru tveir aðilar sem skiluðu tilboði í alla hluta útboðsins og einn aðili í þrjá hluta.
Samningur við Matartímann
Garðabær gerir nú í fyrsta sinn samning við Matartímann um mat í skóla bæjarins. Matartíminn er fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla.
Máltíðir samkvæmt samningi við Matartímann 2022-2025 eru í eftirfarandi leik- og grunnskólum:
Flataskóli
Garðaskóli
Sjálandsskóli
Urriðaholtsskóli
Leikskólinn Mánahvoll
Leikskólinn Bæjarból
Mynd: gardabaer.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





