Markaðurinn
Garðabær semur við Matartímann og Skólamat um framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar

Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna f.h. Matartímans og Almar Guðmundsson bæjarstjóri.
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Þriðjudaginn 26. júlí undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samninga við Matartímann annars vegar og Skólamat hins vegar um þessa þjónustu til næstu þriggja ára.
Hægt var að gera tilboð í einn eða fleiri skóla en um var að ræða 5 grunnskóla, 3 leikskóla og einn grunn- og leikskóla, alls með um 2600 nemendur.
Alls bárust tilboð frá þremur aðilum þar af voru tveir aðilar sem skiluðu tilboði í alla hluta útboðsins og einn aðili í þrjá hluta.
Samningur við Matartímann
Garðabær gerir nú í fyrsta sinn samning við Matartímann um mat í skóla bæjarins. Matartíminn er fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla.
Máltíðir samkvæmt samningi við Matartímann 2022-2025 eru í eftirfarandi leik- og grunnskólum:
Flataskóli
Garðaskóli
Sjálandsskóli
Urriðaholtsskóli
Leikskólinn Mánahvoll
Leikskólinn Bæjarból
Mynd: gardabaer.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





