Vín, drykkir og keppni
Gambero Rosso – Tre Bicchiere 2006
Gambero Rosso sem árlega gefur út bókina Vini d’Italia, þar sem fjallað er um öll helstu vín Ítalíu, hefur birt lista yfir þau vín sem hljóta „Tre bicchiere“ eða 3 vínglös í einkun hjá bókinni fyrir árið 2006.
Eins og venjulega er listinn langur og lengist enn og eru nú 246 vín á listanum sem fá 3 vínglös en það er hæsta einkun sem bókin gefur. Það svæði á Ítalíu sem oftast fær „Tre bicchiere“ er Piemonte með 56 vín og næst á eftir kemur Toskana með 42 vín, síðan Friuli (26 vín) og Veneto með 21 vín, önnur svæði eru með færri.
Vínsvæðin á Ítalíu eru samtals 20 og eru 17 af þeim með vín sem fá 3 vínglös en þau svæði sem ekki hlutu náð fyrir augum Gambero Rosso eru Molise, Calabria og Basilicata.
Höfundur: Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF