Vín, drykkir og keppni
Gambero Rosso – Tre Bicchiere 2006
Gambero Rosso sem árlega gefur út bókina Vini d’Italia, þar sem fjallað er um öll helstu vín Ítalíu, hefur birt lista yfir þau vín sem hljóta „Tre bicchiere“ eða 3 vínglös í einkun hjá bókinni fyrir árið 2006.
Eins og venjulega er listinn langur og lengist enn og eru nú 246 vín á listanum sem fá 3 vínglös en það er hæsta einkun sem bókin gefur. Það svæði á Ítalíu sem oftast fær „Tre bicchiere“ er Piemonte með 56 vín og næst á eftir kemur Toskana með 42 vín, síðan Friuli (26 vín) og Veneto með 21 vín, önnur svæði eru með færri.
Vínsvæðin á Ítalíu eru samtals 20 og eru 17 af þeim með vín sem fá 3 vínglös en þau svæði sem ekki hlutu náð fyrir augum Gambero Rosso eru Molise, Calabria og Basilicata.
Höfundur: Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






