Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Gambero Rosso – Tre Bicchiere 2006

Birting:

þann

Ítalía

Gambero Rosso sem árlega gefur út bókina Vini d’Italia, þar sem fjallað er um öll helstu vín Ítalíu, hefur birt lista yfir þau vín sem hljóta „Tre bicchiere“ eða 3 vínglös í einkun hjá bókinni fyrir árið 2006. 

Eins og venjulega er listinn  langur og lengist enn og eru nú 246 vín á listanum sem fá 3 vínglös en það er hæsta einkun sem bókin gefur.  Það svæði á Ítalíu sem oftast fær „Tre bicchiere“ er Piemonte með 56 vín og næst á eftir kemur Toskana með 42 vín, síðan Friuli (26 vín) og Veneto með 21 vín, önnur svæði eru með færri.

Vínsvæðin á Ítalíu eru samtals 20 og eru 17 af þeim með vín sem fá 3 vínglös en þau svæði sem ekki hlutu náð fyrir augum Gambero Rosso eru Molise, Calabria og Basilicata.

Höfundur: Heiðar Birnir Kristjánsson

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið