Vín, drykkir og keppni
Gambero Rosso – Tre Bicchiere 2006
Gambero Rosso sem árlega gefur út bókina Vini d’Italia, þar sem fjallað er um öll helstu vín Ítalíu, hefur birt lista yfir þau vín sem hljóta „Tre bicchiere“ eða 3 vínglös í einkun hjá bókinni fyrir árið 2006.
Eins og venjulega er listinn langur og lengist enn og eru nú 246 vín á listanum sem fá 3 vínglös en það er hæsta einkun sem bókin gefur. Það svæði á Ítalíu sem oftast fær „Tre bicchiere“ er Piemonte með 56 vín og næst á eftir kemur Toskana með 42 vín, síðan Friuli (26 vín) og Veneto með 21 vín, önnur svæði eru með færri.
Vínsvæðin á Ítalíu eru samtals 20 og eru 17 af þeim með vín sem fá 3 vínglös en þau svæði sem ekki hlutu náð fyrir augum Gambero Rosso eru Molise, Calabria og Basilicata.
Höfundur: Heiðar Birnir Kristjánsson

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum