Vertu memm

Freisting

Gallerý fiskur tekinn við veitingarekstri í Gerðubergi

Birting:

þann


Veitingasalan í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg

Nýverið tók fyrirtækið Gallerý fiskur við veitingarekstri í Gerðubergi sem er mikið fagnaðarefni fyrir gesti og viðskiptavini menningarmiðstöðvarinnar.

Gallerý fiskur hefur rekið fiskbúð og veitingahús með alhliða veisluþjónustu að Nethyl í Reykjavík s.l. 15 ár. Eigendur fyrirtækisins eru feðgarnir Ásmundur Karlsson og Kristófer Ásmundsson.

Í fréttatilkynningunni segir að í Gerðubergi mun Gallerý fiskur bjóða upp á alhliða veitingar fyrir gesti og gangandi og viðskiptavini hússins. Í hádeginu er alltaf boðið upp á súpu og heita rétti auk þess sem boðið er upp á úrvals kaffi og gott meðlæti. Auk þeirra viðskiptavina sem leigja fundar- og salaraðstöðu í Gerðubergi eru þátttakendur félagsstarfsins fastir gestir í hádegismat og kaffi. Nýjum þátttakendum er bent á að kynna sér fyrirkomulag vegna niðurgreiðslu veitinga hjá deildarstjóra félagsstarfsins eða hjá starfsfólki Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Matseðil vikunnar verður hægt að nálgast á heimasíðu Gerðubergs www.gerduberg.is og einnig er hægt að skrá sig á póstlista og fá matseðilinn sendan vikulega í tölvupósti.

Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi er margs konar starfsemi. Gerðubergssafn er eitt af notalegri bókasöfnum í bænum með einstaklega skemmtilegri barnadeild auk þess sem þar er að finna ágætt úrval bóka á erlendum tungumálum. Alþjóðahúsið í Breiðholti hefur verið með aðsetur í Gerðubergi frá stofnun þess s.l. haust og stendur fyrir ýmis konar verkefnum, s.s. alþjóðlegum mömmumorgnum, heimanámsaðstoð fyrir 10. bekkinga og það er gaman að geta þess að Alþjóðahúsið í Breiðholti var nýlega tilnefnt til samfélagsverðlauna DV. Listadeild Gerðubergs skipuleggur fjölbreytta menningardagskrá, m.a. ýmis konar viðburði fyrir börn, myndlistarsýningar, tónleika, handverkskaffi og margt fleira.

Í félagsstarfinu er boðið upp á ýmis konar vinnustofur og námskeið og skal bent á að þar gilda engin aldurmörk. Auk þessa leigir Gerðuberg út 8 – 120 manna fundarherbergi og ráðstefnusali sem henta mjög vel fyrir ýmis konar fundi, námskeið, ráðstefnur og veisluhöld. Starfsfólk leggur metnað sinn í að veita persónulega og góða þjónustu í hlýlegu og menningarlegu umhverfi. Jafnframt er vert að geta þess að nánasta umhverfi Gerðubergs býður upp á mikla möguleika til að samtvinna fundi og námskeið við menningarheimsóknir, heilsurækt, útivist og náttúru en göngustígur liggur frá Gerðubergi beint niður í náttúruparadís Elliðaárdalsins auk þess sem kirkjan, íþróttahúsið og sundlaugin eru rétt handan við hornið.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið