Freisting
Galadinner KMFÍ í boði Freistingar
Galadinner Krabbameinsfélags Íslands verður haldinn föstudaginn 30. september í Gerðarsafninu í Kópavogi. Galadinnerinn er í boði Freistingar. Ung-Freisting vinnur með Freistingu og framreiðslunemar 3ja bekks Hótel og Matvælaskólans munu sjá um alla þjónustu í veislunni undir leiðsögn Bárðar Guðlaugssonar kennara. Öll vinna hjá Freistingu og Hótel og Matvælaskólanum er framlag til styrktar Krabbameinsfélagsinu.
Veislustjóri verður María Ellingsen. Fjöldi gesta leggur leið sína í Galadinnerinn, þ.á.m. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og frú, Vigdís Finnbogadóttir ofl. góðir gestir. Heildargestafjöldi er 102.
Undirbúningur hefur staðið yfir í 1 ár hjá Freistingu.Í upphafi vaknaði sú hugmynd að Freisting myndi sjá um Galadinnerinn fyrir Krabbameinsfélagið á svokölluðum „Bleikum dögum“. Rætt var við ráðamenn KMFÍ og hugmyndir lagðar fram að glæsilegum kvöldverði sem yrði það vel sóttur að færri kæmust að en vildu. Nú er löngu orðið uppselt á Galadinnerinn og mörg fyrirtæki hafa boðist til að styrkja gott málefni. Einn fréttamanna Freisting.is fékk m.a. hringingu frá fyrirtæki á norðulöndunum sem óskaði eftir að styrkja málefnið.
Hér fyrir neðan er matseðill kvöldsins:
*Saltfisks brandade á rúgbrauði
*Tartar úr reyktri villigæs með rauðbeðum og eplum
*Humar með blómkáli, hnetum og tómat-gúrku salsa
*Gulrótar og kúmenský
*Lambahryggvöðvi og lambanýra með steiktri kartöflu, rófumauki, grænkáli og lambasoðgljáa
*Epla og kampavínshlaup
*Vanillu skyrfrauð með rifs- og bláberjum
Kaffi & konfekt
Freisting og Ung-Freisting óska Krabbameinsfélagi Íslands til hamingju með Galadinnerinn með von um gott samstarf á komandi árum.
Kær kveðja
Smári V. Sæbjörnsson
Formaður Freistingar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí