Vertu memm

KM

Galadinner KM

Birting:

þann

 

Fordrykkur; 

Gullið tár (citron vodki, gull, triplesec, dry martini) höfundurinn Bárður Guðlaugsson var bæði Islandsmeistari á Hótel Sögu og Heimsmeistari í Vinarborg árið1993 með þennan göfuga drykk.

Réttur 1
Seyðandi Norrænir Tónar


Þar eru Vestlandslefsur með Guðbrandsdalsosti og spínati. Finnskt sildarterrina með kartöflum og dilli.
Brasseraður svínaskanki með dökkum bjór og reyktum pístasíum.
Hellusteikt nautalund með kryddsmjöri og sætkartöflumauki.
Skötuselur á brauðsnittu með klettasalati.

Ábyrgðarmenn; Þorvarður Óskarsson (Toyota), Árni Arnórsson (MS), Hafliði Halldórsson (Garri) og Sigþór Sigurðsson (Dreifing).

Forréttartónlist var spiluð af Ingimar Andersen á saxafón og Daníel F. Böðvarsson á rafgítar.

Réttur 2
Saltfiskterrina í Brickdeigi  með humar og skelfiskfroðu

Þetta er réttur sem Ungkokka landsliðið vann til Gull verðlauna í keppni á Scot Hot í Febrúar 2007.
Í réttinum er saltfiskur sem Icelandic group framleiðir fyrir Spánarmarkað og Eldeyjar humar.

Ábyrgðarmaður;  Sigurður Rúnar Ragnarsson (Vox Hilton)

Með þessum rétti var borið fram Clay Station Viogneir hvítvín

Dinnertónlist var spiluð af Trío Sunnu Gunnlagsdóttur sem skipaði auk hennar McLemore og Þorgrím Jónsson.

Réttur 3
Toast Skagen í nútíma

Þetta er einhver frægasti forréttur Svíðþjóðar og er hér færður í  nútíma útfærslu sem samanstendur af grænlenskri rækju, danskri hörpuskel, súrmjólkurfroðu og mysuhlaupi úr mysu sem er sérstaklega hreinsuð fyrir Hilton hótelið að ógleymdum sænskum hrognum Löjrom.

Ábyrgðarmaður;  Stefán Viðarson (Veislueldhús Hilton)

Með þessum rétti var borið Jacobsen Saaz Blonde bjór.

Réttur 4
Hreindýraseyði Suaasat með hvönn og reyktu hreindýri

Suaasat er Grænlenskt samheiti yfir soðsúpur sem eru lagaðar úr td, hval, hreindýri, lambi en hér tekur matreiðslumeistarinn og stílfærir það í seyði úr grænlenskum beinum af dýrum úr hjörð Stefáns Magnússonar hreindýrabónda.

Ábyrgðarmaður;  Villtasti meistari landsins Úlfar Finnbjörnsson

Með þessum rétti var borið fram Beringer Stone Celler Zinfandel rauðvín

Auglýsingapláss

Réttur 5
Kóngasveppir á 4 vegu

Fyrst ber að telja Kóngasveppaeggnok Bourbon style í staupi, Kóngasvepparagout með spínati og hvítlauk, þurkaðir reyktir Kóngasveppir og kóngasveppafroða með múskatkeim.

Ábyrgðamaður; Ásbjörn Pálsson (Matarlyst Keflavík)

Sama vín og með rétt 4

Réttur 6
Rabbarahlaup með skógarberjum

Þessi réttur er sóttur í Færeyska rabbaraköku sem snúin er upp á nýmóðins máta í hlaupi. 

Ábyrgðarmaður;  Matreiðslumaður ársins 2006, Steinn  Óskar Sigurðsson (Humarhúsið)

Réttur 7
Krónhjörtur með Púrtvínsgljáa og týttuberjum

Þetta er ekta Norskur réttur í nútíma búningi, með kartöfluköku, smáspergli, smágulrót, steinseljurótarmauk og Púrtvínssósu sem tónuð er með lakkrísrót.

Ábyrgðarmaður;  Yfirkokkur Kvöldsins Vignir Hlöðversson (Grand Hótel)

Með þessum rétti var borið Palandri Estate Cabernet Saugvinon Merlot

Skemmtiatriði;  Bjarni Arason og Guðrún Gunnarsdóttir

Réttur 8
Danskir Ostar


Það var Gammel Ole, Hung Blue og Hvít-blámygluostur með kryddbrauði og döðluvalhnetu sultu.

Ábyrgðarmaður;  Matreiðslumaður ársins 2007 Þráinn Freyr Vigfússon (Grillið Radissonsas Hótel Saga)

Með þessum rétti var borið fram Cockburn Special Reserve púrtvín

Réttur 9
Sveskjusouffle Luumukohokas með múltiberjum


Eins og nafnið gefur til kynna er hérna sótt í smiðju Finnlands, en sveskjusoffle er með þekktari desertum þess lands.  Íslenskað smá í lögun og samanstendur af sveskjusouffle, súkkulaðitart og Múltiberjaís

Ábyrgðarmaður;  Magnús Héðinsson (Orkuveitan)

Með þessum rétti var borið fram Sauternes Cordier sætvín

Auglýsingapláss

Réttur 10
Konfekt

Að þessu sinni leituðu við til konfekts-meistara Magasin Du Nord  í Kaupmannahöfn

Dansleikur
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

 

Réttur 11
Næturmatur


Hangi-reyktur lax frá Opal seafood, heitreyktur lax frá Opal seafood, tvíreykt hangikjöt frá Kjarnafæði og léttreyktar nautalundir frá SS, boðið með volgu baquette-brauði og piparrótarsósu.

Listaverkadiskurinn sem að Guðmundur Björgvinsson hannaði í tilefni kvöldsins.

 

Figgjo-matseðladiskurinn góði

Það var Barþjónaklúbbur Íslands sem sá um þjónustuna.

 

 Myndir:

(c) 2008   Jón Svavarsson – Mótív-medía

 

/Aj

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið