Keppni
Fyrsti keppnisdagurinn – Föstudagurinn 28. september 2013
Klukkan 09:00 var byrjað á bóklegu prófi sem eins og áður ansi svínslegt. Næst tók við skriflegt blindsmakk á tveim léttvínum og þrem sterkum sem okkar manneskja gekk vel í. Því næst var umhelling á ungu Dolchetto d’alba víni sem er nú minnsta málið að gera, hinsvegar eru það dómararnir sem spyrja keppandann um t.d afhverju ertu að nota kerti við svona ungt vín og hitastigið ekki rétt o.s.fv, sem keppandi þurfti að rökstyðja á meðan umhelling fór fram.
Á meðan Alba var að keppa fóru ég og Brandur ásamt öðrum í vino-roadtrip til Dolceaqua í Liguria héraðinu.
Seinna um kvöldið var haldið garðpartý í Villa Nobel þar sem Albert Nobel bjó og þar var m.a tilkynnt hvaða 10 keppendur kæmust áfram og náði Alba ekki inn að þessu sinni en norðmenn, danir og svíar komust í gegnum síuna.
Á morgun [í dag] verður svo haldið til Monte Carlo.
Tolli fréttaritari veitingageirans skrifar frá Ítalíu.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille











