Frétt
Fyrsta Pikkoló stöðin opnar
Í seinustu viku opnaði Pikkoló formlega nýjustu stöðina sína í Grósku. Dagur. B Eggertsson borgarstjóri fékk þann heiður að klippa á borðann.
Pikkoló er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu. Kerfið er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum.
Hugbúnaður Pikkoló tengir matvöruverslanir við Pikkoló dreifistöðvar staðsettar fyrir utan vinnustaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Megin tilgangur þess er að spara fólki ferð í matvörubúð eftir langan vinnudag og koma í veg fyrir óþarfa magninnkaup.
Það er BYKO sem útvegar CLT (Cross Laminated Timber) einingarhús sem notuð eru sem Pikkaló dreifistöðvar. Markmið samstarfsins er að hanna og framleiða Pikkoló dreifistöðvarnar á sem umhverfisvænasta hátt sem kostur er.
Myndir: facebook / Byko

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni6 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Frétt3 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara
-
Frétt2 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps