Frétt
Fyrsta Pikkoló stöðin opnar
Í seinustu viku opnaði Pikkoló formlega nýjustu stöðina sína í Grósku. Dagur. B Eggertsson borgarstjóri fékk þann heiður að klippa á borðann.
Pikkoló er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu. Kerfið er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum.
Hugbúnaður Pikkoló tengir matvöruverslanir við Pikkoló dreifistöðvar staðsettar fyrir utan vinnustaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Megin tilgangur þess er að spara fólki ferð í matvörubúð eftir langan vinnudag og koma í veg fyrir óþarfa magninnkaup.
Það er BYKO sem útvegar CLT (Cross Laminated Timber) einingarhús sem notuð eru sem Pikkaló dreifistöðvar. Markmið samstarfsins er að hanna og framleiða Pikkoló dreifistöðvarnar á sem umhverfisvænasta hátt sem kostur er.
Myndir: facebook / Byko
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar17 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun