Frétt
Fyrsta Pikkoló stöðin opnar
Í seinustu viku opnaði Pikkoló formlega nýjustu stöðina sína í Grósku. Dagur. B Eggertsson borgarstjóri fékk þann heiður að klippa á borðann.
Pikkoló er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu. Kerfið er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum.
Hugbúnaður Pikkoló tengir matvöruverslanir við Pikkoló dreifistöðvar staðsettar fyrir utan vinnustaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Megin tilgangur þess er að spara fólki ferð í matvörubúð eftir langan vinnudag og koma í veg fyrir óþarfa magninnkaup.
Það er BYKO sem útvegar CLT (Cross Laminated Timber) einingarhús sem notuð eru sem Pikkaló dreifistöðvar. Markmið samstarfsins er að hanna og framleiða Pikkoló dreifistöðvarnar á sem umhverfisvænasta hátt sem kostur er.
Myndir: facebook / Byko

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum