Vertu memm

Freisting

Fyrsta bananauppskeran á Grænlandi boðin upp

Birting:

þann

Fyrstu bananarnir, sem sprottið hafa á Grænlandi, eru orðnir þroskaðir og er nú hafið uppboð á uppskerunni. Eru tilboðin í bananana, sem ættaðir eru frá Íslandi, nú komin í 600 danskar krónur, jafnvirði um 7200 íslenskra króna, að sögn Bent Oleson, sem komið hefur upp ylrækt í Narsaq á suðurhluta Grænlands og notar sólarljósið til upphitunar.

Fram kemur á fréttavefnum nunatsiaq.com, að Oleson hafi unnið að þessu verkefni í þrjú ár og rækti einnig tómata, salat, papriku og gúrkur sem hann selji í Narsaq. Aðeins eitt bananatré er í gróðurhúsinu en Oleson sótti það til Íslands.

Oleson segist ekki reikna með að mikið verði framleitt af banönum á Grænlandi vegna þess að sú ræktun sé dýr. „En það var gaman að prófa þetta,“ hefur vefurinn eftir honum.

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið