Freisting
Fyrsta bananauppskeran á Grænlandi boðin upp
Fyrstu bananarnir, sem sprottið hafa á Grænlandi, eru orðnir þroskaðir og er nú hafið uppboð á uppskerunni. Eru tilboðin í bananana, sem ættaðir eru frá Íslandi, nú komin í 600 danskar krónur, jafnvirði um 7200 íslenskra króna, að sögn Bent Oleson, sem komið hefur upp ylrækt í Narsaq á suðurhluta Grænlands og notar sólarljósið til upphitunar.
Fram kemur á fréttavefnum nunatsiaq.com, að Oleson hafi unnið að þessu verkefni í þrjú ár og rækti einnig tómata, salat, papriku og gúrkur sem hann selji í Narsaq. Aðeins eitt bananatré er í gróðurhúsinu en Oleson sótti það til Íslands.
Oleson segist ekki reikna með að mikið verði framleitt af banönum á Grænlandi vegna þess að sú ræktun sé dýr. En það var gaman að prófa þetta,“ hefur vefurinn eftir honum.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var