Freisting
Fyrsta bananauppskeran á Grænlandi boðin upp

Fyrstu bananarnir, sem sprottið hafa á Grænlandi, eru orðnir þroskaðir og er nú hafið uppboð á uppskerunni. Eru tilboðin í bananana, sem ættaðir eru frá Íslandi, nú komin í 600 danskar krónur, jafnvirði um 7200 íslenskra króna, að sögn Bent Oleson, sem komið hefur upp ylrækt í Narsaq á suðurhluta Grænlands og notar sólarljósið til upphitunar.
Fram kemur á fréttavefnum nunatsiaq.com, að Oleson hafi unnið að þessu verkefni í þrjú ár og rækti einnig tómata, salat, papriku og gúrkur sem hann selji í Narsaq. Aðeins eitt bananatré er í gróðurhúsinu en Oleson sótti það til Íslands.
Oleson segist ekki reikna með að mikið verði framleitt af banönum á Grænlandi vegna þess að sú ræktun sé dýr. En það var gaman að prófa þetta,“ hefur vefurinn eftir honum.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Pistlar17 klukkustundir síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





