Pistlar
Fyrsta bakaríið á Íslandi
Ekki löng saga
Það að vera bakari hefur alltaf þótt ábyrgðamikið og gott starf enda ein af elstu iðngreinum heims og sú elsta og fyrsta hér á landi. En saga iðnarinnar er samt ekki svo ýkja löng hér á landi en það eru aðeins rétt um 170 ár síðan kveikt var upp í fyrsta bakara ofninum.
Við erum svo skelfing ung þjóð miðað við nágrannalönd okkar þó við viljum ekki alltaf sætta okkur við það.
Fyrsta bakaríið
Það var Peter nokkur Cristian Knudzon sem reisti fyrsta bakaríið á Íslandi árið 1834 en það var ekki aðeins og eingöngu af einskærum áhuga og ást á mörlandanum að hann ákveður að fjárfesta hér. Konungur lagði þá til 10% af stofnkostnaðinum og það er ekki lítið þegar maður hugsar til þess að þetta hefur verið mikil áhætta.
Aðstoð við brothættar byggðir hefur alltaf verið í gangi á Íslandi og Knudzon sá sér leik á borði að byggja ódýrt.
Eldur allan sólarhringinn
En Hr. Knudzon reisti sína húsaþyrpingu í Þingholtinu þar sem stutt var til sjávar og auðvelt að koma aðföngum að og í alfaraleið. Lækurinn sem Lækjargata er kennd við rann rétt fyrir neðan og allir aðdrættir voru auðveldir. Ætla mætti að þegar bakaríinu var fundin staður að þá hafi umhverfið og öryggið skipt máli því að í bakaríum logaði eldur allan sólarhringinn.
Herra Knudzon lét koma bökunarofni fyrir í einu af húsunum og réði síðan til sín þýskan bakara sem hét Tönnies Daniel Bernhöft. Bernhöft þessi var bakarameistari og nokkrum árum síðar kaupir hann reksturinn og húsaþyrpinguna af Knudzon. Húsaþyrpingin stendur enn og hefur síðan verið kennd við hann og kölluð Bernhöftstorfan.
Mikil áhætta
Þegar bakaríinu var fundin hentugri staðsetningu í Þingholtunum hefur mönnum efalaust verið í fersku mynni bruninn mikli í London 1660 þegar 80% af stærstu höfuðborg heims á þessum tíma er lögð í rúst sem og bruninn mikli í Kaupmannahöfn 1728.
Bruninn í London var skelfilegt áfalla fyrir Breta en upp úr miðnætti 2, september 1660 kom upp eldur í bakaríi konungs við Pudding Lane.
Það sumar hafði verið mjög þurrt og heitt svo að öll borgin var eins og stór þurr bálköstur. Óþekkt vinnukona bakarameistarans varð fyrsta fórnarlambið en sem betur fer létust ekki nema 16 manns af völdum brunans
Enn greinir menn á um hvort hér hafi verið um að ræða hryðjuverk eða ekki. Breski sjóherinn hafði árið áður dundað sér við að brenna niður margar og stórar borgir í Hollandi. Þeir áttu þá einnig í hatramri styrjöld við Frakka.
Kaupmannahöfn brennur
Síðan brennur Kaupmannahöfn nokkrum áratugum seinna eða 1728 . Borgin var þá höfuðborg Íslands. Fjöldi manns farast í brunanum en þó aðallega sökum handvömm lögreglu, slökkviliðs og hers. Allt þetta hefur mönnum efalaust verið í fersku minni þegar fyrsta bakaríinu á Íslandi er valinn staður.
Eitt bakarí á landinu
Bernhöftsbakarí er síðan eina bakaríið á landinu í hart nær 34 ár eða þar til Carl Höephner stofnaði bakarí á Akureyri 1868. Carl þessi Höephner var á þessum árum stórútgerðarmaður og athafnamaður mikill. Hann réði til sín danskan meistara sem hét Schiöth og var bakaríið lengst af kennt við hann. Schiöth nafnið á síðan eftir að gera garðinn frægan fyrir norðan seinna.
Á Ísafirði var stofnað Gamla bakaríið árið 1871 og gengur bakaríið enn undir því nafni enn þann daginn í dag.
Bakarí koma síðan og fara nokkuð jafnt og þétt í gegnum árin víðsvegar um landið.
Gamla handbragðið má ekki gleymast
Eins og að sést á þessari upptalningu hér að ofan og stuttri söguskoðun þá er þetta ekki langur tími sem liðinn er síðan first var farið að henda í brauð í bakaríunum Íslandi.
Hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri hefur sagan alltaf skipt máli. Við höfum lagt uppúr því að halda í gott handbragð og þekkingu auk þess að hlúa að því sem vel er gert. Við eru ekki eingöngu upptekin af nýjungum. Það gefur samt auga leið að nýjungar og nýsköpun skipta okkur töluverðu máli. Við teljum að Gæðabakstur/Ömmubakstur hefur staðið sig afburða vel hérna.
Framtíðin er björt
En af hverju erum við að halda í það gamla? Jú því í bakaraiðninni er geymd mikil þekking og reynsla sem eru verðmæt og sem má ekki týnast. Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri höfum áttað okkur á þessu og leggjum áherslu á að halda í við tímann hvað þetta varðar.
Við lítum svo á að það sé ekki aðeins okkar hlutverk að koma með góðar vörur til neytenda heldur einnig að standa vörð um fortíðina. Það eiga fleiri kynslóðir eftir að koma og feta þennan stíg sem við erum á núna. Með þetta að leiðarljósi virðist framtíðin vera björt.
Birt með ósk lesenda veitingageirans og leyfi frá gaedabakstur.is.
Myndir og texti: gaedabakstur.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi