Freisting
Fyrirlestur í samvinnu við Food and Fun
|
Matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn, framreiðslumenn og bakarar.
Bandaríkjamaðurinn Jeff Tunks starfar á veitingastaðnum Ceiba í Washington DC. Hann verður einn af dómurum Food and fun 2007.
Jeff stundaði nám við hinn virta skóla, Culinary Institut of America CIA. Við útskrift hlaut hann Frances L. Roth verðlaunin fyrir framúrskarandi frammistöðu. Hann hefur unnið á stöðum eins og Veranda Club í Atlanta og Mansion on Turtle Creek í Dallas, þar starfaði hann með sínum mentor, matreiðslumeistaranum Takashi Shirmaizu og lögðu þeir grunninn að eldhúsi og stefnu Jeff Tunks.
Árið 2003 var Jeff útnefndur matreiðslumeistari ársins (Chef of the Year) af samtökum veitingastaða í Washingtonborg. Einnig skal þess getið að sérlegur gestur Food and Fun 2007 er David Guas sem er eftirréttarkokkur hjá Jeff Tunks á Ceiba veitingastaðnum. www.ceibarestaurant.com
Kajunamatreiðsla á rætur sínar að rekja til Lousianna fylkisins í Bandaríkjunum og er hefðbundin frönsk sveitamatreiðsla Acadia manna sem varð fyrir spænskum og afrískum áhrifum auk þess að blandast hefðum indíána.
-
Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
-
Tími: Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 15.00-16.30
-
Almennt verð: 5.900 kr.
-
Verð til aðila IÐUNNAR: 2.900 kr.
Skráning á www.idan.is undir matvæla- og veitingasvið eða í síma 590 6400.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati