Freisting
Fyrirlestur í samvinnu við Food and Fun
|
Matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn, framreiðslumenn og bakarar.
Bandaríkjamaðurinn Jeff Tunks starfar á veitingastaðnum Ceiba í Washington DC. Hann verður einn af dómurum Food and fun 2007.
Jeff stundaði nám við hinn virta skóla, Culinary Institut of America CIA. Við útskrift hlaut hann Frances L. Roth verðlaunin fyrir framúrskarandi frammistöðu. Hann hefur unnið á stöðum eins og Veranda Club í Atlanta og Mansion on Turtle Creek í Dallas, þar starfaði hann með sínum mentor, matreiðslumeistaranum Takashi Shirmaizu og lögðu þeir grunninn að eldhúsi og stefnu Jeff Tunks.
Árið 2003 var Jeff útnefndur matreiðslumeistari ársins (Chef of the Year) af samtökum veitingastaða í Washingtonborg. Einnig skal þess getið að sérlegur gestur Food and Fun 2007 er David Guas sem er eftirréttarkokkur hjá Jeff Tunks á Ceiba veitingastaðnum. www.ceibarestaurant.com
Kajunamatreiðsla á rætur sínar að rekja til Lousianna fylkisins í Bandaríkjunum og er hefðbundin frönsk sveitamatreiðsla Acadia manna sem varð fyrir spænskum og afrískum áhrifum auk þess að blandast hefðum indíána.
-
Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
-
Tími: Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 15.00-16.30
-
Almennt verð: 5.900 kr.
-
Verð til aðila IÐUNNAR: 2.900 kr.
Skráning á www.idan.is undir matvæla- og veitingasvið eða í síma 590 6400.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.