KM
Fundarboð KM
Marsfundur KM verður haldinn þriðjudaginn 3. Mars 2009.
Fundurinn er í boði Banana ehf sem hefur verið styrktaraðili klúbbsins frá örófi alda. Fundurinn verður með dálítið öðruvísi sniði en vanalega, en hann hefst í húsakynni þeirra Banana-manna í Súðarvogi 2e, 104 Reykjavík (beint á móti timbursölu Húsasmiðjunnar). Þar verða húsakynnin skoðuð og stutt kynning þeirra manna, síðan verður haldið upp í Maður Lifandi í Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem að Steinn Óskar um töfra fram kræsingar úr grænmeti og ávöxtum. Gestafyrirlesari verður á fundinum, sem og hefðbundin félagsmál. NKF þingið sem haldið verður hér í maí, mun skipa stóran sess á fundinum. Hefðbundinn kokkaklæðnaður, hvítur jakki og svartar buxur. Maturinn er sem fyrr sagði í boði Banana ehf.
Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur.
Bananar ehf voru stofnaðir þann 18 júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Fyrstu árin fólst starfsemi Banana ehf einvörðungu í því, eins og nafnið gefur til kynna, að flytja inn og þroska banana. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru Bananar ehf langstærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og er í reynd eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.
Frá fyrstu tíð hefur metnaður starfsmanna fyrirtækisins verið sá að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan hátt með því að veita þeim bestu mögulegu gæði á ávöxtum og grænmeti sem fáanleg eru hverju sinni, á sem hagstæðustu verðum.
Starfsemi fyrirtækisins er í 4.400m2 húsnæði að Súðarvogi 2e, Reykjavík. Fyrirtækið hefur yfir að ráða átta bananaþroskunarklefum sem og tíu aðra stóra kæliklefa með mismunandi hitastigi til að viðhalda gæðum vörunnar. Húsnæði Banana ehf. hefur um nokkurt skeið verið of lítið fyrir starfsemi fyrirtækisins og stendur til að fara í tvöfalt stærra húsnæði á næstu tveimur árum.
Hjá Bönunum starfa í kringum eitthundrað manns.
Viðskiptavinir Banana ehf eru um 700 – 1000, og samanstanda þeir af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, leikskólum, skólum, mötuneytum fyrirtækja osfrv. og afgreiðum við um 350 sendingar úr húsi hvern dag. Í magni eru þetta um 80-100 tonn á dag eða um 25.000 tonn á ári hverju.
Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku,
Styrkur og velgengni Banana ehf felst í starfsmönnum þess sem hafa mikla þekkingu og langa starfsreynslu á sviði meðhöndlunar og sölu grænmetis og ávaxta. Starfsfólk Banana leggur sig fram á hverjum degi við að veita góð gæði og góða þjónustu.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or