Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Frikki Dór og Arnar Dan opna skyndibitastað
Tónlistarmaðurinn Frikki Dór, ásamt leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni, sem síðast gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Austur, eru að stefna á að opna skyndibitastað á Vitastíg 10 innan skamms. Söngvarinn birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ljóstrar þessu upp.
Það er svo Hermann Óli Davíðsson sem er í slagtogi við þá félaga. Frikki segir sjálfur á Facebook að ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvenær staðurinn opnar, en miðað við viðtökurnar á Facebook, ættu þeir félagar ekki að eiga í neinum vandræðum þegar kemur að viðskiptavinum. Það var Dv.is sem greindi frá.
Svo virðist sem Frikki sé mikill áhugamaður um skyndibita og skrifar hann við myndina:
Spennandi tímar framundan! Tek skyndibita áhugann á næsta level og stofna minn eigin stað með þessum fagmönnum.
Við þetta má bæta að allir piltarnir eru ættaðir úr Hafnarfirði, að því er fram kemur á dv.is.
Mynd: af facebook síðu Friðriks Dór.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi