Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Friðheimar opna glæsilega vínstofu – Myndir

Birting:

þann

Friðheimar opna glæsilega vínstofu

Nýverið opnuðu Friðheimar vín- og vinnustofu sem gengur undir nafninu Vínstofa Friðheima.

Hún er staðsett í gömlu gróðurhúsi frá árinu 1976 sem skartar 50 ára gamalli vínberjaplöntu sem setur fallega sál í húsið.

Vínstofan leggur áherslu á breitt úrval af fallegum og góðum hanastélum, bjórum og gæðavínum, en vínseðillinn er nú þegar orðinn 17 blaðsíður og fer stækkandi, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Vínstofan býður einnig upp á nokkra létta rétti á matseðli sem passa einstaklega með vínum, þar má t.a.m. nefna bruschettur, antipasti, ostabakka og bakaðan ost.

Þar er tilvalið að setjast niður í drykk og mat, spjalla og njóta í góðra vina hópi eða glugga í bók eða vinna. Vínstofan býr yfir þremur fullbúnum fundarherbergum sem bjóða upp á möguleika á alls kyns fundarhöldum, námskeiðum eða vinnustofum.

Friðheimar opna glæsilega vínstofu

Jón K.B. Sigfússon matreiðslumeistari Friðheima

Síðar á árinu stendur til að flétta inn matar- og vínupplifun með sögustund sem hentar vel fyrir litla hópa og einstaklinga. Að lokum er Vínstofa Friðheima hinn fullkomni staður fyrir alls kyns viðburði, tónleika, brúðkaup, uppistand o.s.frv.

Friðheimar opna glæsilega vínstofu

Vínstofan er opin alla daga frá kl. 13:00-22:00 og eru allir hjartanlega velkomnir

Að því tilefni látum við fylgja hér með myndir frá opnunardeginum.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið