Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Frida Ronge – Smurstöðin – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Frida Ronge
Mynd: restaurangvra.se

Á neðstu hæðinni í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu má finna veitingastaðinn Smurstöðina. Staðurinn er nýlega opnaður og því er þetta í fyrsta sinn sem staðurinn býður upp á Food and fun matseðil.

Þetta árið er þemað Japanskt, en gestakokkurinn er Frida Ronge sem á veitingastað í Gautaborg í Svíþjóð, og ber nafnið vRå. Fyrst um sinn bauð hún upp á hráfæðismat á veitingastaðnum sínum en færði sig fljótlega yfir í Japanska matargerð en hún er sjálflærð í þeim efnum.

Hún hefur notast við fersk hráefni, sem hún hefur fengið í nálægð við sitt svæði og hefur því blandað þeirri Japönsku matargerð við Skandinavísk hráefni.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Amuse lystauki
Graflax og stökkt laxaroð með ponzu marineruðum hrognum.

Fullt af bragði og laxaroðið gaf mikið.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Sashimi
Bleikja og hrogn borin fram með reyktri soja-sósu, daikon hreðkum og sölvum.

Góð hlutföll og hreint bragð.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Soba
Soba núðlur og hörpuskel í hörpuskels-dashi með wakame, sýrðum shiitaki sveppum og edamame baunum.

Hörpuskelin létt og góð, hörpuskels dashi var bragðmikið og gott en mögulega fullmikið af núðlum.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Maki
Saltfiskur og tamago með dilli ásamt graslauk og þorskroði.
Gunkan maki
Þorsklifur í panko toppað með ferskri agúrku.

Maki

Alveg svakalega gott og gaman að sjá japanska matreiðslu smellpassa með einhverju eins Íslensku og saltfiskurinn er. Mjög vel gert tamago.

Gunkan maki

Þorsklifurinn stökk og bragðgóð, og gúrkan vafin utan um grjónin undir lifrinni.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Temaki
Þorskkinn í tempura, borin fram með siraxhi, sultuðum rauðlauk og lárperu.

Minnir óneitanlega á mexíkóskt taco en er í raun sérjapanskt fyrirbrigði. Kinnin brennheit, stökk og þar var allt eins og það átti að vera. Sirachi sósan var bragðsterk og tók vel í. Allt að virka þarna.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Tataki
Glóðuð nautalund í teriyaki með bakaðri steinseljurót, valhnetum, rósakáli og svartkáli.

Mikið bragð í gangi þarna og passaði allt saman.

Frida Ronge - Smurstöðin – Food & Fun 2015

Eftirréttur
Karamellu og svartur soja ís með hægelduðum vanillu plómum.

Áferðin á ísnum var tandurhrein, skemmtilegt og óvænt að finna soyabragð af ís. Plómurnar og karamellukurlið voru mikilvæg með.

Við þökkum Smurstöðinni fyrir afar góða máltíð og þjónustu sem og gestakokknum Fridu Ronge sem er greinilega að gera gott starf í sinni japönsku matreiðslu.

 

/Ágúst

twitter og instagram icon

 

Ágúst Valves Jóhannesson lærði til matreiðslu á Hótel Holti og útskrifaðist 2011. Hægt er að hafa samband við Ágúst á netfangið: [email protected] ... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið