Ágúst Valves Jóhannesson
Frida Ronge – Smurstöðin – Veitingarýni – F&F
Á neðstu hæðinni í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu má finna veitingastaðinn Smurstöðina. Staðurinn er nýlega opnaður og því er þetta í fyrsta sinn sem staðurinn býður upp á Food and fun matseðil.
Þetta árið er þemað Japanskt, en gestakokkurinn er Frida Ronge sem á veitingastað í Gautaborg í Svíþjóð, og ber nafnið vRå. Fyrst um sinn bauð hún upp á hráfæðismat á veitingastaðnum sínum en færði sig fljótlega yfir í Japanska matargerð en hún er sjálflærð í þeim efnum.
Hún hefur notast við fersk hráefni, sem hún hefur fengið í nálægð við sitt svæði og hefur því blandað þeirri Japönsku matargerð við Skandinavísk hráefni.
Fullt af bragði og laxaroðið gaf mikið.
Góð hlutföll og hreint bragð.

Soba
Soba núðlur og hörpuskel í hörpuskels-dashi með wakame, sýrðum shiitaki sveppum og edamame baunum.
Hörpuskelin létt og góð, hörpuskels dashi var bragðmikið og gott en mögulega fullmikið af núðlum.

Maki
Saltfiskur og tamago með dilli ásamt graslauk og þorskroði.
Gunkan maki
Þorsklifur í panko toppað með ferskri agúrku.
Maki
Alveg svakalega gott og gaman að sjá japanska matreiðslu smellpassa með einhverju eins Íslensku og saltfiskurinn er. Mjög vel gert tamago.
Gunkan maki
Þorsklifurinn stökk og bragðgóð, og gúrkan vafin utan um grjónin undir lifrinni.
Minnir óneitanlega á mexíkóskt taco en er í raun sérjapanskt fyrirbrigði. Kinnin brennheit, stökk og þar var allt eins og það átti að vera. Sirachi sósan var bragðsterk og tók vel í. Allt að virka þarna.
Mikið bragð í gangi þarna og passaði allt saman.
Áferðin á ísnum var tandurhrein, skemmtilegt og óvænt að finna soyabragð af ís. Plómurnar og karamellukurlið voru mikilvæg með.
Við þökkum Smurstöðinni fyrir afar góða máltíð og þjónustu sem og gestakokknum Fridu Ronge sem er greinilega að gera gott starf í sinni japönsku matreiðslu.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar











