Vertu memm

Freisting

Freisting.is opnar aftur eftir breytingar

Birting:

þann

Undanfarið hefur verið unnið að ýmsum breytingum á freisting.is
Flestar breytingarnar eru tæknilegs eðlis og snúa að rekstri vefsins en aðrar breytingar eru mjög sýnilegar notendum.

Má þar fyrst nefna útlitið sem hefur verið létt töluvert og samræmt á milli vefskoðara.  Þá hefur valmyndakerfið verið einfaldað mikið og ýmislegt áhugavert efni verið gert sýnilegra. Breytingar hafa verið gerðar í myndasafni svo öll undirsöfn eru nú mun sýnilegri en áður.

Klúbbur Matreiðslumeistara hefur ákveðið að nýta sér þann kost að hafa vefsetur sitt hér á Freisting.is líkt Vínþjónasamtök Íslands og bjóðum við þá hjartanlega velkomna til samstarfs. Lénið Chef.is sem er í eigu Klúbbs Matreiðslumeistara mun í framhaldi vísa beint inn á hið nýja vefsvæði KM.

Fréttum hefur verið gefið meira pláss á forsíðu og letur stækkað til að gera vefinn þægilegri til aflestrar. Á forsíðu birtst nú blandaðar fréttir úr öllum flokkum og munu nýjustu fréttir frá KM og Vínþjónasamtökunum skila sér beint á forsíðu í bland við aðrar fréttir.

Enn er unnið að ýmsum fíniserinugm sem munu standa yfir næstu daga.

Bestu kveðjur,
freisting.is

Auglýsingapláss

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið