Freisting
Franskir kokkar vilja lægri virðisaukaskatt
Nokkrir tugir kokka og matgæðinga frá Frakklandi mótmæltu fyrir stuttu fyrir utan fundarstað leiðtoga Evrópusambandsins, ESB, í Brussel. Þeir krefjast þess að leiðtogarnir komist að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á veitingahús í Frakklandi. Kokkarnir, sem eru andstæðingar skyndibitastaða, sem njóta skattaafsláttar, vona að með lækkun virðisaukaskatts muni gestafjöldi aukast á betri veitingahúsum.
Embættismenn ESB segja að ef leiðtogarnir komast að samkomulagi um langtímafjárlög sambandsins, sem harðast er deilt um á fundinum, þá muni einnig verða samþykkt að lækka virðisaukaskatt á veitingahús.
Nái hugmyndir frönsku kokkanna fram að ganga lækkar virðisaukaskattur veitingahúsa úr 19,6% í 5,5%.
Talið er að um 3.000 kokkar á betri veitingastöðum missi vinnuna á ári hverju í Frakklandi vegna sívaxandi vinsælda skyndibitastaða, en þar verða til jafn mörg störf og glatast í veitingahúsageiranum.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt