Vertu memm

Freisting

Franskir kokkar vilja lægri virðisaukaskatt

Birting:

þann

Nokkrir tugir kokka og matgæðinga frá Frakklandi mótmæltu fyrir stuttu fyrir utan fundarstað leiðtoga Evrópusambandsins, ESB, í Brussel. Þeir krefjast þess að leiðtogarnir komist að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á veitingahús í Frakklandi. Kokkarnir, sem eru andstæðingar skyndibitastaða, sem njóta skattaafsláttar, vona að með lækkun virðisaukaskatts muni gestafjöldi aukast á betri veitingahúsum.

Embættismenn ESB segja að ef leiðtogarnir komast að samkomulagi um langtímafjárlög sambandsins, sem harðast er deilt um á fundinum, þá muni einnig verða samþykkt að lækka virðisaukaskatt á veitingahús.

Nái hugmyndir frönsku kokkanna fram að ganga lækkar virðisaukaskattur veitingahúsa úr 19,6% í 5,5%.

Talið er að um 3.000 kokkar á betri veitingastöðum missi vinnuna á ári hverju í Frakklandi vegna sívaxandi vinsælda skyndibitastaða, en þar verða til jafn mörg störf og glatast í veitingahúsageiranum.

 

Greint frá á Mbl.is

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið