Freisting
Franskir kokkar vilja lægri virðisaukaskatt
Nokkrir tugir kokka og matgæðinga frá Frakklandi mótmæltu fyrir stuttu fyrir utan fundarstað leiðtoga Evrópusambandsins, ESB, í Brussel. Þeir krefjast þess að leiðtogarnir komist að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á veitingahús í Frakklandi. Kokkarnir, sem eru andstæðingar skyndibitastaða, sem njóta skattaafsláttar, vona að með lækkun virðisaukaskatts muni gestafjöldi aukast á betri veitingahúsum.
Embættismenn ESB segja að ef leiðtogarnir komast að samkomulagi um langtímafjárlög sambandsins, sem harðast er deilt um á fundinum, þá muni einnig verða samþykkt að lækka virðisaukaskatt á veitingahús.
Nái hugmyndir frönsku kokkanna fram að ganga lækkar virðisaukaskattur veitingahúsa úr 19,6% í 5,5%.
Talið er að um 3.000 kokkar á betri veitingastöðum missi vinnuna á ári hverju í Frakklandi vegna sívaxandi vinsælda skyndibitastaða, en þar verða til jafn mörg störf og glatast í veitingahúsageiranum.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics