Uncategorized
Framhaldsnámskeið í vínsmökkun á vegum ÁTVR og Endurmenntunar Háskóla Íslands
Síðastliðið haust hélt ÁTVR vínsmökkunarnámskeið fyrir almenning í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var mjög vel sótt og var gerður góður rómur að því.
Nú á vormisseri var ákveðið að endurtaka námskeiðið og er það nú í gangi. Fullt er á námskeiðið og var kominn biðlisti og því er allt útlit fyrir að þessi námskeið séu komin til að vera. Meginviðfangsefnið er vínsmökkun, en einnig verður farið í greiningu á hugtökum vínsmökkunar, gæði vína, vínræktun og víngerð.
Framhaldsnámskeið í apríl
Ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut og bjóða upp á framhaldsnámskeið. Námskeiðið verður haldið sem fyrr í höfuðstöðvum ÁTVR og verður mánudagskvöldin 3., 10. og 24. apríl kl. 20:1522:15.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nokkra þekkingu á vínsmökkun eða tóku þátt í námskeiðinu Vínsmökkun: Ilmur, bragð, áferð listin að meta vín. Meginviðfangsefnið er sem fyrr vínsmökkun en nú er meiri áhersla á vínstíla og víngerðaraðferðir. Fjallað verður meðal annars um áhrif þroskunar og víngerðaraðferða, blindsmökkun og gæði miðað við verð.
Umsjón: Skúli Þ. Magnússon, sérfræðingur hjá ÁTVR.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna hjá Endurmenntun HÍ í síma 525 4444 eða á vefsíðunni: endurmenntun.is
Af heimasíðu Vínbúða
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var