Vertu memm

Uncategorized

Framhaldsnámskeið í vínsmökkun á vegum ÁTVR og Endurmenntunar Háskóla Íslands

Birting:

þann

Síðastliðið haust hélt ÁTVR vínsmökkunarnámskeið fyrir almenning í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var mjög vel sótt og var gerður góður rómur að því.

Nú á vormisseri var ákveðið að endurtaka námskeiðið og er það nú í gangi. Fullt er á námskeiðið og var kominn biðlisti og því er allt útlit fyrir að þessi námskeið séu komin til að vera. Meginviðfangsefnið er vínsmökkun, en einnig verður farið í greiningu á hugtökum vínsmökkunar, gæði vína, vínræktun og víngerð.

Framhaldsnámskeið í apríl
Ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut og bjóða upp á framhaldsnámskeið. Námskeiðið verður haldið sem fyrr í höfuðstöðvum ÁTVR og verður mánudagskvöldin 3., 10. og 24. apríl kl. 20:15–22:15.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nokkra þekkingu á vínsmökkun eða tóku þátt í námskeiðinu „Vínsmökkun: Ilmur, bragð, áferð – listin að meta vín“. Meginviðfangsefnið er sem fyrr vínsmökkun en nú er meiri áhersla á vínstíla og víngerðaraðferðir. Fjallað verður meðal annars um áhrif þroskunar og víngerðaraðferða, blindsmökkun og gæði miðað við verð.

Umsjón: Skúli Þ. Magnússon, sérfræðingur hjá ÁTVR.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna hjá  Endurmenntun HÍ í síma 525 4444 eða á vefsíðunni: endurmenntun.is

Af heimasíðu Vínbúða

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið