Vertu memm

Neminn

Frábær árangur MK-nema í Evrópukeppni hótel og ferðamálaskóla

Birting:

þann

Keppendur með kennurum sínum
Keppendur með kennurum sínum

Nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi sýndu frábæran árangur í árlegri nemakeppni AEHT (Evrópusamtaka hótel og ferðamálaskóla) sem haldin var í ferðamannabænum Jesolo nálægt Feneyjum dagana 16.-21. október síðastliðinn og komu heim með gullverðlaun í ferðafræðum. Nemakeppnin er liðakeppni þar sem dregnir eru saman þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Að þessu sinni var keppt í kökugerð, gestamóttöku, framreiðslu, barþjónustu, ferðafræðum, matreiðslu, stjórnun og flamberingu.

Tinna Hrund Gunnarsdóttir, nemi á ferðalínu MK, tók þátt í keppni í ferðafræðum ásamt Melanie frá Hollandi og Jenny frá Svíþjóð. Verkefnið að þessu sinni var þrískipt. Nemendur byrjuðu á að taka eintaklingspróf og eftir að skipt hafði verið í lið fengu þeir 5 klukkutíma til að rannsaka ferðaþjónustumöguleika Jesolo með tilliti til styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra. Þau áttu að koma með tillögur  til úrbóta og hvernig markaðssetja mætti staðinn betur. Nemendur áttu að skila inn skýrslu og fengu síðan 3 klukkutíma til að undirbúa kynningu á verkefni sínu sem flutt var frammi fyrir áhorfendum og dómnefnd.

Aron Egilsson, bakaranemi, keppti í eftirréttagerð ásamt Effer frá Tyrklandi og Mauro frá Ítalíu. Verkefni þeirra var að útbúa þrjár tegundir af eftirréttum og skrautstykki úr marsipani eða súkkulaði. Aron byrjaði á að taka einstaklingspróf í faginu og þegar dregið hafði verið í hópa fengu þeir tvo klukkutíma til að ráða ráðum sínum og ákveða hvað yrði á boðstólum og síðan 31/2 klst. til að ljúka verkinu í sérstöku keppniseldhúsi.
Evrópusamtök hótel og ferðamálaskóla voru stofnuð árið 1988 og voru aðilar þá samtals 24 skólar í 16 Evrópulöndum. Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú eru á fjórða hundrað skólar frá 39 löndum í samtökunum. Stór ráðstefna og nemakeppni er haldin í október ár hvert og skiptast aðildarlöndin á um að vera gestgjafar. Ráðstefnugestir voru um 600 – þar af rúmlega 300 nemendur frá 130 skólum í 30 þátttökulöndum.

MK hefur sent nemendur í AEHT keppnina frá því árið 1998 með einstökum árangri sem tekinn er saman í eftirfarandi töflu:

1998

Faro, Portúgal

Auglýsingapláss

1. sæti fyrir eftirrétt

1999

Diekirch, Lúxemborg

2. sæti í ferðafræðum

2000

Berlín, Þýskalandi

Auglýsingapláss

 

2001

Linz, Austurríki

1. sæti fyrir eftirrétt

2002

San Remo, Ítalíu

Auglýsingapláss

 

2003

Kaupmannahöfn

1. sæti fyrir eftirrétt

2004

Bled, Slóveníu

Auglýsingapláss

1. sæti í ferðafræðum

2. sæti fyrir eftirrétt

2005

Antalya, Tyrklandi

1. sæti í ferðafræðum

2006

Auglýsingapláss

Killarney, Írlandi

1.   sæti í ferðafræðum

1. sæti í kökugerð

2007

Jesolo Lido, Ítalíu

1.    sæti í ferðafræðum

Auglýsingapláss

Ingólfur Sigurðsson, fagstjóri í bakstri og Ásdís Ó. Vatnsdal, enskukennari hafa lengst af séð um að þjálfa og undirbúa nemendurna fyrir AEHT keppnirnar. Þeim hefur báðum nokkrum sinnum verið boðið sæti í dómnefndum í bakstri/eftirréttagerð og ferðakynningum og var Ingólfur til að mynda dómari í eftirréttakeppninni og Ásdís í stjórnunarkeppninni. Ásdís á einnig sæti í sérstakri nefnd sem hefur það hlutverk að semja og viðhalda keppnisreglum og sjá um að þeim sé fylgt eftir. Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina í MK, er fulltrúi Íslands í framkvæmdaráði AEHT og situr alla fundi þess sem og aðalfund samtakanna.

Verkefni af þessu tagi eru viðamikil og kostnaðarasöm og vart gerleg nema vegna rausnarlegs stuðnings styrktaraðila. Fyrir hönd Menntaskólans í Kópavogi vill AEHT hópurinn koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem greiddu götu hópsins við ferðina til Írlands.

Heimasíða MK: www.mk.is

 

Fréttatilkynning

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið