Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Frá Le Cordon Bleu til BRASA

Birting:

þann

Frá Le Cordon Bleu til BRASA

Aðalheiður Reynisdóttir hefur verið ráðin sem bakarameistari hjá BRASA Restaurant, nýjum veitinga- og viðburðastað í Turninum við Smáratorg í Kópavogi.

Aðalheiður er meðal fremstu bakara landsins og hefur á síðustu árum aflað sér víðtækrar reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hóf feril sinn sem bakaranemi hjá Sandholt bakaríi og hélt síðan til London þar sem hún lærði pastry við hinn virta skóla Le Cordon Bleu.

Frá Le Cordon Bleu til BRASA

Aðalheiður Reynisdóttir

Eftir námið starfaði hún á fjölmörgum virtum stöðum, meðal annars á Pollen Street Social í London, vann á Moss Restaurant í Bláa lóninu og tók þátt í að opna Edition-hótelið í Reykjavík sem yfirbakari. Aðalheiður flutti síðar til Danmerkur þar sem hún starfaði á Michelin-staðnum Kong Hans Kælder og síðar sem Executive Pastry Chef hjá Cakenhagen í Tivoli, sem er hluti af Nimb-hótelinu í Kaupmannahöfn.

Í tilkynningu frá BRASA kemur fram að Aðalheiður mun sjá um að þróa og framleiða brauð, vínarbrauð og eftirrétti staðarins. Hún er þekkt fyrir nákvæmni, fagurfræði og sköpunargleði í sinni vinnu, þar sem jafnvægi milli bragðs og útlits er lykilatriði.

„Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir því að skapa eftirrétti sem gleðja bæði auga og bragðlauka.

Mér finnst spennandi að fá tækifæri til að blanda saman íslensku hráefni og suðuramerískum áhrifum og kynna gestum BRASA nýjar bragðupplifanir,“

segir Aðalheiður.

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson, einn eigenda BRASA, segir að ráðning Aðalheiðar sé mikilvægur liður í að skapa heildræna upplifun á staðnum.

„Við viljum að allt sem kemur úr eldhúsinu, frá brauði til eftirrétta, sé gert af ástríðu og fagmennsku og Aðalheiður er frábær viðbót við það teymi sem við erum að byggja upp.“

Kristján Nói ráðinn yfirþjónn hjá BRASA Restaurant

Kristján Nói Sæmundsson hefur verið ráðinn yfirþjónn hjá BRASA.

Frá Le Cordon Bleu til BRASA

Kristján Nói Sæmundsson

Kristján Nói útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum árið 1989 eftir að hafa lært á Hótel Sögu og lauk meistaraprófi í framreiðslu árið 1999. Hann hefur áratuga reynslu í veitingageiranum og hefur starfað á mörgum af virtustu veitingastöðum landsins.

Hann starfaði um árabil á Hótel Sögu, fyrst sem framreiðslunemi og síðar sem veitingastjóri í Grillinu, áður en hann tók við sem yfirþjónn á Lava í Bláa lóninu og síðar á Moss Restaurant, sem hlotið hefur Michelin-viðurkenningu. Þá hefur Kristján einnig starfað á stöðum eins og Essensia, Argentínu steikhúsinu, Grazie Trattoria og Mýrin Brasserie.

Kristján hefur öðlast mikla reynslu í framreiðslu og þjónustustjórnun. Á BRASA mun hann leiða teymi framreiðslufólks og leggja áherslu á fagmennsku, hlýju og eftirminnilega upplifun fyrir gesti.

„Mitt hlutverk hjá BRASA er að byggja upp sterkt og samstillt teymi sem tryggir að gestir okkar fái goða þjónustu og stemningu sem þeir muna eftir.

Við viljum að fólk finni fyrir alvöru gestrisni, njóti frábærs matar, drykkja og stemningar, og komi aftur og aftur,“

segir Kristján Nói.

Hann bætir við að miklir möguleikar felist í nýja veitingastaðnum:

„BRASA er glæsilegur og fjölhæfur staður sem hentar jafnt fyrir kvöldverði, hádegishlaðborð og fjölbreytta viðburði eins og brúðkaup, afmæli og útskriftir.

Staðsetningin er frábær, í hjarta höfuðborgarsvæðisins með næg bílastæði og Smáralind rétt við hliðina. Hér er fullt af spennandi tækifærum.“

BRASA opnar í nóvember í Turninum við Smáratorg í Kópavogi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið