Markaðurinn
Frá Íslandi til New York: Hugi Rafn og Wiktor í ævintýri með Cacao Barry – Myndaveisla
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024 sem Garri heldur árlega hlutu í verðlaun spennandi námskeið hjá Cacao Barry í New York, þar sem þeir fengu að sækja sér innblástur og dýpka þekkingu sína með fremstu fagmönnum í greininni.
Við fengum skemmtilegar myndir frá ferðinni til að deila með ykkur.
Eftirréttur ársins 2024: Hugi Rafn Stefánsson
Konfektmoli ársins 2024: Wiktor Pálsson
Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá 2017. Þessar keppnir hafa skapað sér sterka stöðu sem vettvangur fyrir nýsköpun, sköpunargleði og fagmennsku.
Nú styttist í næstu keppni og undirbúningur er þegar hafinn hjá Garra. Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla fagmenn til að stíga fram og sýna hvað í þeim býr. Nánari upplýsingar um dagsetningu og skráningu verða birtar fljótlega á vefsíðu Garra – fylgist með!
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar


















