Smári Valtýr Sæbjörnsson
Foss distillery í útrás
Foss distillery sem framleiðir hina geisivinsælu líkjöra og snafsa, Björk & Birki, hefur útrás sína til Bandaríkjana. Öll tilskylin leyfi eru í höfn og undirbúningur á fyrstu sendingu á vörunum á lokastigi. Stefnt er á að vörurnar verði komnar í dreifingu í Bandaríkjunum í byrjun október og er það fyrirtækið Vendetta Spirits sem er staðsett í New Orleans sem mun annast alla sölu- og markaðssetnignu á vörunum.
Vendetta Spirits hefur sérhæft sig í framleiðlsu og á innflutningi til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum frá minni framleiðendum sem eru staðsettir út um allan heim. Avery Glasser, eigandi og stofnandi Vendetta Spirits, hefur sérhæft sig í þróun á vörum fyrir hinn gríðarstóra og krefjandi kokteilheim Bandaríkjana og hefur sérlegan áhuga á vörum Foss distillery. Fleiri vörur eru nú þegar á teikniborðinu í samstarfi við Vendetta Spirits og því spennandi tímar framundan.
Björk & Birkir eru, eins og flestir vita, unnin úr íslensku birki og birkisafa og því virkilega skemmtilegt að eftirspurnin eftir vörunni sé orðin svona mikil. Varan fæst nú þegar í Danmörku og samningar við fleiri dreifingaraðila í Evrópu eru í vinnslu. Það er því ekki langt þar til Björk & Birkir verða búin að festa sig í sessi á heimsvísu.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala