Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Foss distillery í útrás

Birting:

þann

Foss distillery

Foss distillery sem framleiðir hina geisivinsælu líkjöra og snafsa, Björk & Birki, hefur útrás sína til Bandaríkjana. Öll tilskylin leyfi eru í höfn og undirbúningur á fyrstu sendingu á vörunum á lokastigi. Stefnt er á að vörurnar verði komnar í dreifingu í Bandaríkjunum í byrjun október og er það fyrirtækið Vendetta Spirits sem er staðsett í New Orleans sem mun annast alla sölu- og markaðssetnignu á vörunum.

Foss distilleryVendetta Spirits hefur sérhæft sig í framleiðlsu og á innflutningi til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum frá minni framleiðendum sem eru staðsettir út um allan heim. Avery Glasser, eigandi og stofnandi Vendetta Spirits, hefur sérhæft sig í þróun á vörum fyrir hinn gríðarstóra og krefjandi kokteilheim Bandaríkjana og hefur sérlegan áhuga á vörum Foss distillery. Fleiri vörur eru nú þegar á teikniborðinu í samstarfi við Vendetta Spirits og því spennandi tímar framundan.

Björk & Birkir eru, eins og flestir vita, unnin úr íslensku birki og birkisafa og því virkilega skemmtilegt að eftirspurnin eftir vörunni sé orðin svona mikil. Varan fæst nú þegar í Danmörku og samningar við fleiri dreifingaraðila í Evrópu eru í vinnslu. Það er því ekki langt þar til Björk & Birkir verða búin að festa sig í sessi á heimsvísu.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið