Freisting
Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar.
Forsætisráðherra lýsti hádegisviðtalinu á Stöð tvö ánægju með hvernig matvöruverslanir hefðu skilað skattalækkuninni til almennings en vonbrigðum með veitingahúsin.
Hagstofan segir þau hafa lækkað verð um 3% þegar skattalækkun hafi gefið tilefni til 8,8 prósenta verðlækkunar.
Fleiri mál voru rædd í hádegisviðtalinu. Þar kvaðst Geir tilbúinn að bregðast við áskorun borgarafundar á Ísafirði í gær og að mál Vestfirðinga yrðu væntanlega rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Þá lýsti forsætisráðherra eindregnum stuðningi við stækkun álversins í Straumsvík og virkjanir í Þjórsá.
Greint frá á Visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





