Vertu memm

Freisting

Flutt verða inn 115 tonn af nautahakki

Birting:

þann

Landbúnaðarráðuneytið hefur í annað skipti á skömmum tíma auglýst eftir umsóknum til innflutnings á nautahakki. Hakkið verður flutt inn með lágum tollum. Sömuleiðis hefur ráðuneytið auglýst eftir umsóknum til innflutnings á 50 tonnum af kjúklingum með lágum tollum. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að tímabundinn skortur sé á þessum vörum á markaðinum og því hafi verið ákveðið að auka tollkvótana.

Mjólkuriðnaðurinn hefur verið að hvetja bændur til að auka mjólkurframleiðslu, en það virðist m.a. hafa þau áhrif að færri kýr koma til slátrunar, en kýrkjöt er uppistaðan í nautahakki. Ólafur segir að skortur hafi verið á nautahakki og landbúnaðarráðuneytið hafi brugðist við með því að heimila aukinn innflutning á nautahakki með lágum tollum. Í nóvember hafi verið heimilað að flytja inn 35 tonn og nú sé verið að auglýsa innflutning á 80 tonnum til viðbótar sem komi aðallega frá Danmörku. Nánast ekkert hefur verið flutt inn af nautahakki á síðustu árum. Ólafur segist ekki geta svarað því hvort heimilaður verði meiri innflutningur á þessari vöru. Það verði metið í vor.

Ólafur segir að verslunin hafi kvartað mikið yfir því að það skorti kjúklingabringur á markaðinn. Ráðuneytið hafi ákveðið að taka tillit til þessara óska og heimila innflutning á 50 tonnum af kjúklingum með lágum tollum. Á kjúklinginn verður lagður 140-160 kr/kg magntollur, en heimild er til að leggja á þessa vöru 30% verðtoll og 439 kr/kg magntoll.

Tollkvóti vegna nautalunda aldrei nýttur
Ísland er skuldbundið til að leyfa innflutning á ákveðnu magni af búvörum með lágum tollum. Ólafur segir misjafnt hvort þessar heimildir hafi verið nýttar. T.d. hafi kvóti fyrir innflutning á nautalundum, sem er 95 tonn, aldrei verið fullnýttur. Á þennan innflutning sé lagður 487 kr/kg magntollur. Hans segir því mjög villandi þegar því sé haldið fram að á þessa vöru sé lagður 30% verðtollur og 1.462 kr/kg magntollur, en Jón Ásgeir Jóhannesson nefndi þessar tölur í grein sem birtist í vikunni. Á þennan háa toll hafi ekki reynt fram að þessu.

 

Greint frá á Mbl.is

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið